Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Heimila endurupptöku máls Tryggva Rúnars Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 11:14 Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. vísir Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. Tryggvi Rúnar hlaut 13 ára fangelsisdóm árið 1980 fyrir morðið á Guðmundi Einarssyni, sem hvarf í janúar 1974. RÚV greinir frá. Nefndin hyggst birta niðurstöðu sína á vef endurupptökunefndar klukkan tvö í dag, en hún hefur tekið sér þrjú ár að komast að niðurstöðu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, hefur ekki viljað tjá sig um niðurstöðu nefndarinnar, en hann er bundinn trúnaði í málinu. Hann segist hins vegar geta rætt málin á almennum nótum, í samtali við fréttastofu. „Ef að endurupptökunefnd kemst að þeirri niðurstöðu að það skuli taka aftur upp eitt eða fleiri mál, þá gefur ákæruvaldið út sömu ákæru og 1977 og rekur málið eingöngu fyrir Hæstarétti,“ segir Ragnar en úrskurður verður sérstaklega í máli hvers sakbornings fyrir sig. „Þar þarf ákæruvaldið að sanna sekt sakborninganna. Hins vegar getur ákæruvaldið einnig gert þá kröfu að menn verði sýknaðir ef að endurupptaka verður heimiluð,“ bætir Ragnar við. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið næstu skref með skjólstæðingum sínum. Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Tveir sakborninganna, Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, óskuðu eftir endurupptöku málsins en í fyrra barst endurupptökunefnd ábendingar sem gætu hafa varpað ljósi á málið. Tryggvi Rúnar Leifsson lést árið 2009. Tengdar fréttir Austfirðingur með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu Gætu haft áhrif á hvort málið verði tekið upp að nýju. 9. desember 2016 13:51 Erla segir tafir á úrskurði endurupptökunefndar fela í sér áframhaldandi illa meðferð og kúgun Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. 22. nóvember 2016 20:00 Segir tafir nefndarinnar vera illa meðferð og kúgun Erla telur að endurupptökunefndin sé að bregðast hlutverki sínu og fari út fyrir lögákveðinn ramma sinn með því að ætla að rannsaka hvað hafi gerst fyrir 42 árum. 23. nóvember 2016 07:00 Ný ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Endurupptökunefnd á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu mun ekki skila niðurstöðu sinni í þessum mánuði líkt og til stóð. 22. nóvember 2016 14:26 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. Tryggvi Rúnar hlaut 13 ára fangelsisdóm árið 1980 fyrir morðið á Guðmundi Einarssyni, sem hvarf í janúar 1974. RÚV greinir frá. Nefndin hyggst birta niðurstöðu sína á vef endurupptökunefndar klukkan tvö í dag, en hún hefur tekið sér þrjú ár að komast að niðurstöðu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, hefur ekki viljað tjá sig um niðurstöðu nefndarinnar, en hann er bundinn trúnaði í málinu. Hann segist hins vegar geta rætt málin á almennum nótum, í samtali við fréttastofu. „Ef að endurupptökunefnd kemst að þeirri niðurstöðu að það skuli taka aftur upp eitt eða fleiri mál, þá gefur ákæruvaldið út sömu ákæru og 1977 og rekur málið eingöngu fyrir Hæstarétti,“ segir Ragnar en úrskurður verður sérstaklega í máli hvers sakbornings fyrir sig. „Þar þarf ákæruvaldið að sanna sekt sakborninganna. Hins vegar getur ákæruvaldið einnig gert þá kröfu að menn verði sýknaðir ef að endurupptaka verður heimiluð,“ bætir Ragnar við. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið næstu skref með skjólstæðingum sínum. Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Tveir sakborninganna, Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, óskuðu eftir endurupptöku málsins en í fyrra barst endurupptökunefnd ábendingar sem gætu hafa varpað ljósi á málið. Tryggvi Rúnar Leifsson lést árið 2009.
Tengdar fréttir Austfirðingur með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu Gætu haft áhrif á hvort málið verði tekið upp að nýju. 9. desember 2016 13:51 Erla segir tafir á úrskurði endurupptökunefndar fela í sér áframhaldandi illa meðferð og kúgun Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. 22. nóvember 2016 20:00 Segir tafir nefndarinnar vera illa meðferð og kúgun Erla telur að endurupptökunefndin sé að bregðast hlutverki sínu og fari út fyrir lögákveðinn ramma sinn með því að ætla að rannsaka hvað hafi gerst fyrir 42 árum. 23. nóvember 2016 07:00 Ný ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Endurupptökunefnd á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu mun ekki skila niðurstöðu sinni í þessum mánuði líkt og til stóð. 22. nóvember 2016 14:26 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Austfirðingur með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu Gætu haft áhrif á hvort málið verði tekið upp að nýju. 9. desember 2016 13:51
Erla segir tafir á úrskurði endurupptökunefndar fela í sér áframhaldandi illa meðferð og kúgun Endurupptökunefnd Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hefur tekið sér frest fram yfir áramót til að kveða upp úrskurð sinni gagnvart Erlu Bolladóttur vegna mögulegs nýs vitnisburðar um afdrif Geirfinns. 22. nóvember 2016 20:00
Segir tafir nefndarinnar vera illa meðferð og kúgun Erla telur að endurupptökunefndin sé að bregðast hlutverki sínu og fari út fyrir lögákveðinn ramma sinn með því að ætla að rannsaka hvað hafi gerst fyrir 42 árum. 23. nóvember 2016 07:00
Ný ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Endurupptökunefnd á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu mun ekki skila niðurstöðu sinni í þessum mánuði líkt og til stóð. 22. nóvember 2016 14:26