Eigandi Brescia segir að liðið muni gefa alla leiki ef tímabilið hefst aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 15:00 Massimo Cellino ásamt Marion Balotelli sem gekk til liðs við Brescia síðasta sumar. vísir/getty Massimo Cellino, eigandi ítalska úrvalsdeildarliðsins Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, segir að liðið muni gefa alla leiki ef keppni í ítölsku deildinni hefst aftur í vetur. Líkt og alls staðar í Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, hefur keppni í ítalska fótboltanum verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ítalía hefur orðið sérstaklega illa úti vegna kórónuveirunnar en rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum hennar þar í landi. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvort keppni í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20 lýkur. Cellino segir að það væri glapræði að hefja leik aftur. „Við erum hætt. Ekkert lið snýr aftur til baka eins og það var, leikirnir yrðu að fara fram fyrir luktum dyrum og þetta myndi stefna heilsu leikmannanna í hættu,“ sagði Cellino við Gazetta dello Sport. „Það væri brjálæði að byrja aftur. Ef þeir neyða okkur til þess gefum við alla leiki sem eftir eru af virðingu við íbúa Brescia og þá sem hafa látist af völdum veirunnar,“ bætti Cellino við. Hann hefur verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni en Brescia er á botni ítölsku deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti. Brescia myndi því augljóslega græða á því ef tímabilið yrði flautað af og þurrkað út ef svo má segja. Birkir hefur leikið fimm leiki fyrir Brescia síðan hann kom til liðsins í janúar. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Massimo Cellino, eigandi ítalska úrvalsdeildarliðsins Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, segir að liðið muni gefa alla leiki ef keppni í ítölsku deildinni hefst aftur í vetur. Líkt og alls staðar í Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, hefur keppni í ítalska fótboltanum verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ítalía hefur orðið sérstaklega illa úti vegna kórónuveirunnar en rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum hennar þar í landi. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvort keppni í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20 lýkur. Cellino segir að það væri glapræði að hefja leik aftur. „Við erum hætt. Ekkert lið snýr aftur til baka eins og það var, leikirnir yrðu að fara fram fyrir luktum dyrum og þetta myndi stefna heilsu leikmannanna í hættu,“ sagði Cellino við Gazetta dello Sport. „Það væri brjálæði að byrja aftur. Ef þeir neyða okkur til þess gefum við alla leiki sem eftir eru af virðingu við íbúa Brescia og þá sem hafa látist af völdum veirunnar,“ bætti Cellino við. Hann hefur verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni en Brescia er á botni ítölsku deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti. Brescia myndi því augljóslega græða á því ef tímabilið yrði flautað af og þurrkað út ef svo má segja. Birkir hefur leikið fimm leiki fyrir Brescia síðan hann kom til liðsins í janúar.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira