Erlent

Svíþjóð í öryggisráðið: „Mikilvægt að rödd Norðurlanda heyrist“

Atli Ísleifsson skrifar
Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/AFP
Svíþjóð tryggði sér í gær sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tímabilið 2017 til 2018.

Alþjóðastarf Svíþjóðar sem miðar að því að fyrirbyggja stríðsátök og staða Svíþjóðar innan Evrópusambandsins og á meðal Norðurlanda styrkir stöðu landsins í ráðinu segir Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í samtali við SVT í New York.

Eliasson segir að þörf sé á rödd Svíþjóðar og Norðurlanda í ráðinu, en Svíþjóð átti síðast sæti í ráðinu tímabilið 1997 til 1998.

„Það er sem sagt fyrir tuttugu árum síðan sem er næstum of langur tími. Norðurlöndum hefur mistekist að tryggja sér sæti. Ísland komst ekki inn. Finnland komst ekki inn. Það er mikilvægt að rödd Norðurlanda hljómi í öryggisráðinu og ég vil virkilega óska þeim sem stóðu í baráttunni í Stokkhólmi og New York til hamingju,“ segir Eliasson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×