Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 06:20 Yfir 100 eru látin vegna Wuhan-veirunnar. vísir/getty Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Talið er að veiran eigi uppruna sinn í borginni Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Veiran hefur engu að síður dreift sér um Kína og til annarra landa líkt og Bandaríkjanna, Frakklands, Suður-Kóreu, Japans, Nepal, Taílands, Singapúr, Víetnam, Kambódíu, Srí Lanka og Kanada. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Þá var greint frá því á Vísi í gærkvöldi að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á spítalanum í Torrevieja, skammt frá Alicante á Spáni, vegna gruns um að þau séu smituð af kórónaveirunni. Konan er sögð 66 ára og maðurinn 52 ára og eiga þau hafa verið í Kína en aðeins annað þeirra sýnir einkenni veirusmits. Að því er fram kemur á vef BBC staðfestu kínversk stjórnvöld í gær að fimmtugur maður í Beijing hefði látið lífið vegna veirunnar. Er það fyrsta staðfesta dauðsfallið í kínversku höfuðborginni. Wuhan-veiran veldur lungnabólgu og hvorki er til lækning né bóluefni. Flestir þeirra sem hafa látist vegna veirunnar hafa verið búsettir í Hubei-héraði og hafa verið eldri fólk eða einstaklingar með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. 26. janúar 2020 14:05 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Talið er að veiran eigi uppruna sinn í borginni Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Veiran hefur engu að síður dreift sér um Kína og til annarra landa líkt og Bandaríkjanna, Frakklands, Suður-Kóreu, Japans, Nepal, Taílands, Singapúr, Víetnam, Kambódíu, Srí Lanka og Kanada. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Þá var greint frá því á Vísi í gærkvöldi að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á spítalanum í Torrevieja, skammt frá Alicante á Spáni, vegna gruns um að þau séu smituð af kórónaveirunni. Konan er sögð 66 ára og maðurinn 52 ára og eiga þau hafa verið í Kína en aðeins annað þeirra sýnir einkenni veirusmits. Að því er fram kemur á vef BBC staðfestu kínversk stjórnvöld í gær að fimmtugur maður í Beijing hefði látið lífið vegna veirunnar. Er það fyrsta staðfesta dauðsfallið í kínversku höfuðborginni. Wuhan-veiran veldur lungnabólgu og hvorki er til lækning né bóluefni. Flestir þeirra sem hafa látist vegna veirunnar hafa verið búsettir í Hubei-héraði og hafa verið eldri fólk eða einstaklingar með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. 26. janúar 2020 14:05 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. 26. janúar 2020 14:05
Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22
Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05