Erlent

Maj Sjöwall er látin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maj Sjöwall var þekktust fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Martin Beck.
Maj Sjöwall var þekktust fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Martin Beck. Epa/Andreu Dalmau

Sænski rithöfundurinn Maj Sjöwall er látin, 84 ára að aldri.

Sjöwall er best þekkt fyrir bækurnar um rannsóknarlögreglumanninn Martin Beck en bækurnar skrifaði hún ásamt sambýlismanni sínum, Per Wahlöö.

Alls komu út tíu bækur eftir þau um Beck og hafa þær verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál, meðal annars á íslensku.

Wahlöö lést árið 1975. Eftir andlát hans sendi Sjöwall frá sér nokkrar skáldsögur auk þess sem hún þýddi fjölda bóka yfir á sænsku.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.