Síminn á ekki heima í svefnherberginu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 20:30 Ungmenni sem sækja nám í fjölbrautakerfi sofa lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í bekkjakerfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður benda til þess að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Í dag voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar um heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum um 500 ungmenna og tengsl þeirra þátta við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. „Í rauninni erum við búin að skoða árgang sem er fæddur 1999, reykvísk börn, fjórum sinnum á tíu árum á þeirra uppvaxtarárum,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Það er við sjö og níu ára aldur og aftur við fimmtán og sautján ára aldur. Þetta er eitt stærsta verkefni sem framkvæmt hefur verið í skólum á Íslandi að sögn Erlings. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.Vísir/Egill Fjöldi rannsakenda tók þátt í rannsókninni en niðurstöður hafa verið kynntar á heimasíðu verkefnisins. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ein þeirra en hún skoðaði breytinguna sem varð milli 15 og 17 ára aldurs með tilliti til svefns og hreyfingar. Sofa allt of lítið „Svefntíminn styttist. Hann var ekki nema, á skóladögum, rétt rúmir sex tímar í 10. bekk og fór eiginlega rétt undir sex tíma í framhaldsskóla á skóladögum. Sem kom okkur á óvart því við héldum að það væri eiginlega ekki hægt að sofa mikið minna en þessa sex klukkutíma,“ segir Rúna. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með minnst átta klukkustunda nætursvefni fyrir þennan aldurshóp. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.Vísir/Egill Þá var nokkur munur á milli fjölbrautar- og bekkjarkerfis. „Þeir sem voru í bekkjakerfi sváfu styttra, svona 20-30 mínútum styttra. Helsti munurinn var að þau fóru öll að sofa á svipuðum tíma, milli eitt og tvö á nóttunni, því miður, en þeir sem voru í bekkjarkerfi þurftu að vakna fyrr til að mæta í skólann,“ segir Rúna. Síminn á ekki heima í svefnherberginu Svo virðist sem þeir sem séu í fjölbrautakerfi séu annað hvort að sleppa því að mæta snemma eða þá að velja sér áfanga sem byrja seinna á daginn. „Það hjálpaði nemendunum að fá að sofa aðeins lengur en það var aðeins meiri breytileiki í svefninum þeirra. Sem þýðir að það var ekki jafnmikill stöðugleiki, fóru ekki að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Þannig að fjölbreytin var með meiri svefn en meiri breytileika.“ Hreyfingin dróst einnig saman milli rannsókna. Á milli 15 og 17 ára breyttist hún lítið sem ekkert um helgar en á virkumdögum dróst hún saman um 19%. Niðurstöður benda einnig til þess að ungmennin verji um sex klukkutímum á dag fyrir framan skjá og að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á andlega líðan. Þeir sem hreyfa sig meira virðast þó finna fyrir minni vanlíðan en aðrir. „Þau eru auðvitað mikið við skjá og tölvu í sambandi við skóla og vinnu og fleira. En svo er síminn að taka yfir völdin hjá þeim og það er áhyggjuefni sem að þurfum auðvitað að hugsa um. Sérstaklega þegar við erum að tala um svefninn. Síminn á ekki að vera í svefnherberginu. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Ungmenni sem sækja nám í fjölbrautakerfi sofa lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í bekkjakerfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður benda til þess að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Í dag voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar um heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum um 500 ungmenna og tengsl þeirra þátta við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. „Í rauninni erum við búin að skoða árgang sem er fæddur 1999, reykvísk börn, fjórum sinnum á tíu árum á þeirra uppvaxtarárum,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Það er við sjö og níu ára aldur og aftur við fimmtán og sautján ára aldur. Þetta er eitt stærsta verkefni sem framkvæmt hefur verið í skólum á Íslandi að sögn Erlings. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.Vísir/Egill Fjöldi rannsakenda tók þátt í rannsókninni en niðurstöður hafa verið kynntar á heimasíðu verkefnisins. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ein þeirra en hún skoðaði breytinguna sem varð milli 15 og 17 ára aldurs með tilliti til svefns og hreyfingar. Sofa allt of lítið „Svefntíminn styttist. Hann var ekki nema, á skóladögum, rétt rúmir sex tímar í 10. bekk og fór eiginlega rétt undir sex tíma í framhaldsskóla á skóladögum. Sem kom okkur á óvart því við héldum að það væri eiginlega ekki hægt að sofa mikið minna en þessa sex klukkutíma,“ segir Rúna. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með minnst átta klukkustunda nætursvefni fyrir þennan aldurshóp. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.Vísir/Egill Þá var nokkur munur á milli fjölbrautar- og bekkjarkerfis. „Þeir sem voru í bekkjakerfi sváfu styttra, svona 20-30 mínútum styttra. Helsti munurinn var að þau fóru öll að sofa á svipuðum tíma, milli eitt og tvö á nóttunni, því miður, en þeir sem voru í bekkjarkerfi þurftu að vakna fyrr til að mæta í skólann,“ segir Rúna. Síminn á ekki heima í svefnherberginu Svo virðist sem þeir sem séu í fjölbrautakerfi séu annað hvort að sleppa því að mæta snemma eða þá að velja sér áfanga sem byrja seinna á daginn. „Það hjálpaði nemendunum að fá að sofa aðeins lengur en það var aðeins meiri breytileiki í svefninum þeirra. Sem þýðir að það var ekki jafnmikill stöðugleiki, fóru ekki að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Þannig að fjölbreytin var með meiri svefn en meiri breytileika.“ Hreyfingin dróst einnig saman milli rannsókna. Á milli 15 og 17 ára breyttist hún lítið sem ekkert um helgar en á virkumdögum dróst hún saman um 19%. Niðurstöður benda einnig til þess að ungmennin verji um sex klukkutímum á dag fyrir framan skjá og að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á andlega líðan. Þeir sem hreyfa sig meira virðast þó finna fyrir minni vanlíðan en aðrir. „Þau eru auðvitað mikið við skjá og tölvu í sambandi við skóla og vinnu og fleira. En svo er síminn að taka yfir völdin hjá þeim og það er áhyggjuefni sem að þurfum auðvitað að hugsa um. Sérstaklega þegar við erum að tala um svefninn. Síminn á ekki að vera í svefnherberginu.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira