Síminn á ekki heima í svefnherberginu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 20:30 Ungmenni sem sækja nám í fjölbrautakerfi sofa lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í bekkjakerfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður benda til þess að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Í dag voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar um heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum um 500 ungmenna og tengsl þeirra þátta við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. „Í rauninni erum við búin að skoða árgang sem er fæddur 1999, reykvísk börn, fjórum sinnum á tíu árum á þeirra uppvaxtarárum,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Það er við sjö og níu ára aldur og aftur við fimmtán og sautján ára aldur. Þetta er eitt stærsta verkefni sem framkvæmt hefur verið í skólum á Íslandi að sögn Erlings. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.Vísir/Egill Fjöldi rannsakenda tók þátt í rannsókninni en niðurstöður hafa verið kynntar á heimasíðu verkefnisins. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ein þeirra en hún skoðaði breytinguna sem varð milli 15 og 17 ára aldurs með tilliti til svefns og hreyfingar. Sofa allt of lítið „Svefntíminn styttist. Hann var ekki nema, á skóladögum, rétt rúmir sex tímar í 10. bekk og fór eiginlega rétt undir sex tíma í framhaldsskóla á skóladögum. Sem kom okkur á óvart því við héldum að það væri eiginlega ekki hægt að sofa mikið minna en þessa sex klukkutíma,“ segir Rúna. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með minnst átta klukkustunda nætursvefni fyrir þennan aldurshóp. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.Vísir/Egill Þá var nokkur munur á milli fjölbrautar- og bekkjarkerfis. „Þeir sem voru í bekkjakerfi sváfu styttra, svona 20-30 mínútum styttra. Helsti munurinn var að þau fóru öll að sofa á svipuðum tíma, milli eitt og tvö á nóttunni, því miður, en þeir sem voru í bekkjarkerfi þurftu að vakna fyrr til að mæta í skólann,“ segir Rúna. Síminn á ekki heima í svefnherberginu Svo virðist sem þeir sem séu í fjölbrautakerfi séu annað hvort að sleppa því að mæta snemma eða þá að velja sér áfanga sem byrja seinna á daginn. „Það hjálpaði nemendunum að fá að sofa aðeins lengur en það var aðeins meiri breytileiki í svefninum þeirra. Sem þýðir að það var ekki jafnmikill stöðugleiki, fóru ekki að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Þannig að fjölbreytin var með meiri svefn en meiri breytileika.“ Hreyfingin dróst einnig saman milli rannsókna. Á milli 15 og 17 ára breyttist hún lítið sem ekkert um helgar en á virkumdögum dróst hún saman um 19%. Niðurstöður benda einnig til þess að ungmennin verji um sex klukkutímum á dag fyrir framan skjá og að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á andlega líðan. Þeir sem hreyfa sig meira virðast þó finna fyrir minni vanlíðan en aðrir. „Þau eru auðvitað mikið við skjá og tölvu í sambandi við skóla og vinnu og fleira. En svo er síminn að taka yfir völdin hjá þeim og það er áhyggjuefni sem að þurfum auðvitað að hugsa um. Sérstaklega þegar við erum að tala um svefninn. Síminn á ekki að vera í svefnherberginu. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Ungmenni sem sækja nám í fjölbrautakerfi sofa lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í bekkjakerfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður benda til þess að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Í dag voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar um heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum um 500 ungmenna og tengsl þeirra þátta við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. „Í rauninni erum við búin að skoða árgang sem er fæddur 1999, reykvísk börn, fjórum sinnum á tíu árum á þeirra uppvaxtarárum,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Það er við sjö og níu ára aldur og aftur við fimmtán og sautján ára aldur. Þetta er eitt stærsta verkefni sem framkvæmt hefur verið í skólum á Íslandi að sögn Erlings. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.Vísir/Egill Fjöldi rannsakenda tók þátt í rannsókninni en niðurstöður hafa verið kynntar á heimasíðu verkefnisins. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ein þeirra en hún skoðaði breytinguna sem varð milli 15 og 17 ára aldurs með tilliti til svefns og hreyfingar. Sofa allt of lítið „Svefntíminn styttist. Hann var ekki nema, á skóladögum, rétt rúmir sex tímar í 10. bekk og fór eiginlega rétt undir sex tíma í framhaldsskóla á skóladögum. Sem kom okkur á óvart því við héldum að það væri eiginlega ekki hægt að sofa mikið minna en þessa sex klukkutíma,“ segir Rúna. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með minnst átta klukkustunda nætursvefni fyrir þennan aldurshóp. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.Vísir/Egill Þá var nokkur munur á milli fjölbrautar- og bekkjarkerfis. „Þeir sem voru í bekkjakerfi sváfu styttra, svona 20-30 mínútum styttra. Helsti munurinn var að þau fóru öll að sofa á svipuðum tíma, milli eitt og tvö á nóttunni, því miður, en þeir sem voru í bekkjarkerfi þurftu að vakna fyrr til að mæta í skólann,“ segir Rúna. Síminn á ekki heima í svefnherberginu Svo virðist sem þeir sem séu í fjölbrautakerfi séu annað hvort að sleppa því að mæta snemma eða þá að velja sér áfanga sem byrja seinna á daginn. „Það hjálpaði nemendunum að fá að sofa aðeins lengur en það var aðeins meiri breytileiki í svefninum þeirra. Sem þýðir að það var ekki jafnmikill stöðugleiki, fóru ekki að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Þannig að fjölbreytin var með meiri svefn en meiri breytileika.“ Hreyfingin dróst einnig saman milli rannsókna. Á milli 15 og 17 ára breyttist hún lítið sem ekkert um helgar en á virkumdögum dróst hún saman um 19%. Niðurstöður benda einnig til þess að ungmennin verji um sex klukkutímum á dag fyrir framan skjá og að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á andlega líðan. Þeir sem hreyfa sig meira virðast þó finna fyrir minni vanlíðan en aðrir. „Þau eru auðvitað mikið við skjá og tölvu í sambandi við skóla og vinnu og fleira. En svo er síminn að taka yfir völdin hjá þeim og það er áhyggjuefni sem að þurfum auðvitað að hugsa um. Sérstaklega þegar við erum að tala um svefninn. Síminn á ekki að vera í svefnherberginu.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira