Erlent

ESB segir Serbum að vernda sendiráð

Evrópusambandið hefur óskað eftir því að Serbía verndi erlend sendiráð í landinu eftir ofbeldi í Belgrad í gær. Serbar sem reiddust stuðningi vesturlanda við sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo kveiktu í bandaríska sendiráðinu og réðust á sendiráð Breta, Þjóðverja, Króata, Belga og Tyrkja.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt árásirnar á meðan Bandaríkin sögðu þá sem bera ábyrgð vera þorpara.

Javier Solana utanríkismálafulltrúi ESB sagði að áframhaldandi ofbeldi myndi hamla tilraunum til að bæta tengslin. Hann sagði það skyldu landsins að verja sendiráðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×