Eitt barn er sagt á meðal þeirra tíu sem staðfest er að hafi farist í eldsvoðanum í París í nótt. Fertug kona er í haldi lögreglu, grunuð um að hafa kveikt í húsinu.
Lögregla telur að um íkveikju hafi verið að ræða þegar kviknaði í átta hæða íbúðarhúsi í 16. hverfi Parísar í nótt. Reuters-fréttastofan segir nú að í það minnsta tíu manns séu látnir og 36 slasaðir, þar á meðal slökkviliðsmenn.
Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að barn hafi farist í eldinum en það hefur ekki verið staðfest opinberlega.
Saksóknari segir að konan sem var handtekin sé íbúi í húsinu. Hún eigi við andleg vandamál að stríða.
Tíu látnir eftir eldsvoðann í París

Tengdar fréttir

Átta látnir í stórbruna í París
Óljóst er hvað olli brunanum

Kona handtekin vegna stórbrunans í París
Saksóknari segir konuna íbúa í húsinu. Rannsóknin sé þó skammt á veg komin.