Tvíburafolöld á Búðarhóli í Landeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2019 19:15 Hryssan Kráka kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún kastaði tvíburafolöldum, tveimur hestum, sem hafa fengið nöfnin Sæli og Hafliði. Á bænum Búðarhóli í Austur Landeyjum reka þau Marlena og Sigurður myndarlegt kúabú, auk þess að vera með nokkur hross. Nú eru hryssurnar að kasta hjá þeim en þar vekur Kráka, sjö vetra hvað mesta athygli því hún kom með tvö folöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar og hún kom með tvíbura, sem okkur finnst rosalega gaman, við vorum svolítið hissa fyrst en það er bara gaman af því“, segir Marlene Thies, bóndi. Folöldin braggast mjög vel, eru bæði brún, annað aðeins minna en hitt. Bræðurnir eru duglegir að drekka og Kráka hugsar mjög vel um þá. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín og hefur næga mjólk til að gefa þeim.Magnús Hlynur„Pabbinn er mjög efnilegur stóðhestur, sem við eigum hérna en hann er undan Salvador frá Hjallanesi og svo er mamman stórættuð líka, undan Sæ frá Bakkakoti og fyrstu verðlaunameri, þannig að það stendur vel að þeim tvíburunum og þetta verða væntanlega topp hestar í framtíðinni, við gerum bara ráð fyrir því“, segir Sigurður Guðjónsson, bóndi. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín. „Já, hún passar rosalega vel upp á þau, það er nóg að gera hjá henni hérna því hinar eru ekki allar kastaðar, sem eru með henni í hólfinu þannig að þær eru svolítið forvitnar um þetta en hún er rosalega góð mamma og passar þá mjög vel“. En er búið að ákveða hvað bræðurnir eiga að heita? „Ég held að þeir munu heita Sæli og Hafliði, það verður líklega niðurstaðan, allavega ef ég fæ að ráða“, segir Sigurður hlægjandi. Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hryssan Kráka kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún kastaði tvíburafolöldum, tveimur hestum, sem hafa fengið nöfnin Sæli og Hafliði. Á bænum Búðarhóli í Austur Landeyjum reka þau Marlena og Sigurður myndarlegt kúabú, auk þess að vera með nokkur hross. Nú eru hryssurnar að kasta hjá þeim en þar vekur Kráka, sjö vetra hvað mesta athygli því hún kom með tvö folöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar og hún kom með tvíbura, sem okkur finnst rosalega gaman, við vorum svolítið hissa fyrst en það er bara gaman af því“, segir Marlene Thies, bóndi. Folöldin braggast mjög vel, eru bæði brún, annað aðeins minna en hitt. Bræðurnir eru duglegir að drekka og Kráka hugsar mjög vel um þá. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín og hefur næga mjólk til að gefa þeim.Magnús Hlynur„Pabbinn er mjög efnilegur stóðhestur, sem við eigum hérna en hann er undan Salvador frá Hjallanesi og svo er mamman stórættuð líka, undan Sæ frá Bakkakoti og fyrstu verðlaunameri, þannig að það stendur vel að þeim tvíburunum og þetta verða væntanlega topp hestar í framtíðinni, við gerum bara ráð fyrir því“, segir Sigurður Guðjónsson, bóndi. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín. „Já, hún passar rosalega vel upp á þau, það er nóg að gera hjá henni hérna því hinar eru ekki allar kastaðar, sem eru með henni í hólfinu þannig að þær eru svolítið forvitnar um þetta en hún er rosalega góð mamma og passar þá mjög vel“. En er búið að ákveða hvað bræðurnir eiga að heita? „Ég held að þeir munu heita Sæli og Hafliði, það verður líklega niðurstaðan, allavega ef ég fæ að ráða“, segir Sigurður hlægjandi.
Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent