Fótbolti

Andri Rúnar á skotskónum og Arnór hafði betur gegn Matthíasi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri fagnar marki.
Andri fagnar marki. vísir/getty
Andri Rúnar Bjarnason skoraði mark Helsingborgs er liðið gerði 1-1 jafntefli við Falkenbergs FF í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Falkenbergs komst yfir á Ólympíuleikvanginum í Helsingborgs en það var svo vestfirðingurinn Andri Rúnar sem jafnaði metin á 66. mínútu. Hann spilaði allan leikinn.

Helsingborgs er nýliði í efstu deildinni og eru í þrettánda sætinu með tíu stig en Falkenbergs er á botninum með sex stig.

Arnór Smárason hafði betur gegn Matthíasi Vilhjálmssyni í norsku úrvalsdeildinni er Lilleström vann 3-0 sigur á Vålerenga á útivelli.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Lilleström skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Þriðja markið gerði Tobias Salquist sem lék með Fjölni á sínum tíma.

Matthías spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga sem er í fjórða sætinu en Arnór var tekinn af velli á 73. mínútu. Lilleström er í níunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×