Erlent

Johnson og Symonds eignuðust dreng

Samúel Karl Ólason skrifar
Boris Johnson og unnusta hans Carrie Symonds.
Boris Johnson og unnusta hans Carrie Symonds. AP/Matt Dunham

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel, samkvæmt tilkynningu.

Talsmaður parsins sagði við fjölmiðla að þau vildu senda þakklætiskveðjur til starfsmanna heilbrigðiskerfis Bretlands.

Johnson smitaðist eins og frægt er af nýju kórónuveirunni og var hann lagður inn á gjörgæslu vegna veikindanna. Hann var útskrifaður þann 12. apríl og sneri aftur til vinnu á mánudaginn.

Johnson og Symonds opinberuðu óléttuna í febrúar og tilkynntu þá einnig að þau hefðu trúlofað sig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×