Fótbolti

„Þetta snýst ekki um peninga heldur um líf og dauða“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Everton og Man. United skömmu áður en allt var sett á ís á Englandi.
Úr leik Everton og Man. United skömmu áður en allt var sett á ís á Englandi. vísir/getty

Yfirlæknir FIFA, Michel D’Hooghe, segir að fótboltinn ætti í fyrsta lagi að snúa aftur í lok ágúst eða í byrjun september vegna kórónuveirunnar. Hann segir ekkert vit í því að fara byrja spila bráðlega.

Frakkar tilkynntu í gær að þeir væru búnir að blása tímabilið af og Hollendingar tilkynntu það sama fyrr í vikunni. Sú sama staða er þó ekki í Þýskalandi þar sem umræða er um að byrja að spila aftur 9. maí.

„Við erum öll háð yfirvöldum. Þetta er mjög einfalt. Fótboltinn verður skyndilega ekki mikilvægasti hluturinn í lífinu. Ef þeir gætu byrjað tímabilið 2020/2021 í lok ágúst eða í byrjun september þá yrði ég sáttur,“ sagði hann við Telegrapah.

„Þá gætu þeir mögulega sloppið við síðari bylgju faraldursins sem er ekki óumflýjanlegt. Allir þurfa að fara varla. Ég hef heyrt að í mörgum löndum eru þeir að íhuga að fara af stað; bæði með áhorfendur sem og án þeirra.“

Enska úrvalsdeildin hefur einnig sínar áætlanir um að spila en deildirnar hafa talað um að verði ekki byrjað að spila og tímabilið blásið af þá verði liðin af rosalegum fjárhæðum.

„Á mínum langa ferli hef ég séð margar aðstæður þar sem það hefur verið jafnvægi milli heilsunnar og peninganna. Yfirleitt hefur það efnahagslega unnið. Ef það væri einu sinni sem heilsan hætti að vinna rökræðuna gegn peningunum þá væri það núna.“

„Þetta snýst ekki um peninga heldur snýst um þetta um líf og dauða. Þetta er mjög flókið,“ sagði Michel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×