Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 15:35 Manninum var gert að yfirgefa vélina og honum komið fyrir í næsta flugi. Vísir/Getty Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Maðurinn var í vél American sem átti að fljúga frá Houston borg í Texas til Dallas í sama ríki. Áhöfn vélarinnar bað manninn um að fjarlægja grímuna eftir að aðrir farþegar höfðu kvartað yfir því að geta ekki séð framan í manninn. Maðurinn neitaði og tafði flugtak um tæpa klukkustund. Manninum var síðan komið fyrir í næsta flugi og var gert að fara um borð án grímunnar. @AmericanAir , Just FYI flight 2212 to Houston was delayed an hour because you let this guy on the plane wearing a gas mask. This then panicked people on the plane and we had to wait for him to be escorted off. @abc13houston@KHOU@HoustonChron@KPRC2@FOX26Houston#trainbetterpic.twitter.com/mZkWea606d— Joseph D S (@ThePlatypusesTX) January 31, 2020 Í samtali við útvarpsstöðina KTRK sagðist Joseph Say, ferþegi í fluginu sem maðurinn tafði, að fólk hafi verið skelkað. „Ég leit upp og sá mann með gasgrímu labba inn í vélina. Það var frekar skrýtið. Fólk fór strax að tala um þetta aftast í vélinni,“ er haft eftir Say á vef breska ríkisútvarpsins.„Maður sá ekki framan ´hann. Það var ekki hægt að greina nein persónueinkenni. Fólk hafði áhyggjur af því að hann hefði smyglað einhverju inn í vélina og væri með grímuna til að verja sjálfan sig,“ sagði Say. Hann sagðist upprunalega hafa talið að gríman tengdist smithræðslu við Wuhan-kórónaveiruna, sem nú hefur banað á þriðja hundrað í Kína. „En svo sá ég að það var engin sía á grímunni, þannig það gat eiginlega ekki staðist. Við heyrðum af því frá konunni sem sat við hliðina á honum að hann hafi viljað koma með yfirlýsinguna, en ég veit ekki hvað sú yfirlýsing átti að snúast um,“ sagði Say að lokum. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Sjá meira
Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Maðurinn var í vél American sem átti að fljúga frá Houston borg í Texas til Dallas í sama ríki. Áhöfn vélarinnar bað manninn um að fjarlægja grímuna eftir að aðrir farþegar höfðu kvartað yfir því að geta ekki séð framan í manninn. Maðurinn neitaði og tafði flugtak um tæpa klukkustund. Manninum var síðan komið fyrir í næsta flugi og var gert að fara um borð án grímunnar. @AmericanAir , Just FYI flight 2212 to Houston was delayed an hour because you let this guy on the plane wearing a gas mask. This then panicked people on the plane and we had to wait for him to be escorted off. @abc13houston@KHOU@HoustonChron@KPRC2@FOX26Houston#trainbetterpic.twitter.com/mZkWea606d— Joseph D S (@ThePlatypusesTX) January 31, 2020 Í samtali við útvarpsstöðina KTRK sagðist Joseph Say, ferþegi í fluginu sem maðurinn tafði, að fólk hafi verið skelkað. „Ég leit upp og sá mann með gasgrímu labba inn í vélina. Það var frekar skrýtið. Fólk fór strax að tala um þetta aftast í vélinni,“ er haft eftir Say á vef breska ríkisútvarpsins.„Maður sá ekki framan ´hann. Það var ekki hægt að greina nein persónueinkenni. Fólk hafði áhyggjur af því að hann hefði smyglað einhverju inn í vélina og væri með grímuna til að verja sjálfan sig,“ sagði Say. Hann sagðist upprunalega hafa talið að gríman tengdist smithræðslu við Wuhan-kórónaveiruna, sem nú hefur banað á þriðja hundrað í Kína. „En svo sá ég að það var engin sía á grímunni, þannig það gat eiginlega ekki staðist. Við heyrðum af því frá konunni sem sat við hliðina á honum að hann hafi viljað koma með yfirlýsinguna, en ég veit ekki hvað sú yfirlýsing átti að snúast um,“ sagði Say að lokum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“