Íslenskir fálkar ekki verið jafn frjósamir í nær fjóra áratugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júní 2018 06:00 Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur merkir fálkaunga á Norðausturlandi. Ólafur H. Nielsen „Ég man varla eftir annarri eins frjósemi hjá fálkanum síðan við byrjuðum að fylgjast með honum 1981,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur er þessa dagana að merkja fálkaunga á Norðausturlandi. Varpið virðist hafa tekist með allra besta móti. „Þar fer saman góð tíð í vor og í lok vetrar og svo er mjög mikið af rjúpu,“ segir hann. Ólafur segir að mörg pör séu með fjóra unga í hreiðri og hann hafi nú þegar heimsótt eitt hreiður þar sem voru fimm ungar, sem sé fáheyrt. „Ég hef ekki séð það nema tvisvar áður,“ segir hann.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Ólafur segir að nú þegar sé búið að merkja í kringum fjörutíu unga og hann gerir ráð fyrir að þeir verði á milli 90 og 100. „Það er að segja ef frjósemin verður sú sama í þeim hreiðrum sem ég veit um og við eigum eftir að fara í og hún hefur verið í þeim hreiðrum sem við erum búin að heimsækja,“ segir hann. Ólafur segist aldrei áður hafa merkt svo marga unga á einu sumri. „Allra mest hefur það verið í kringum 60 áður.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega í vor um að grunur leiki á að undanfarin ár hafi varp misfarist í ákveðnum fálkahreiðrum af mannavöldum. Af þessum ástæðum hóf Fálkasetur Íslands að safna fyrir myndavélum til þess að setja upp við hreiðrin í vor. Samkvæmt upplýsingum hefur enginn náðst á mynd við hreiðrin síðan vélarnar voru settar upp og það eru heldur engar vísbendingar um að varp hafi misfarist af mannavöldum í ár. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Ég man varla eftir annarri eins frjósemi hjá fálkanum síðan við byrjuðum að fylgjast með honum 1981,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur er þessa dagana að merkja fálkaunga á Norðausturlandi. Varpið virðist hafa tekist með allra besta móti. „Þar fer saman góð tíð í vor og í lok vetrar og svo er mjög mikið af rjúpu,“ segir hann. Ólafur segir að mörg pör séu með fjóra unga í hreiðri og hann hafi nú þegar heimsótt eitt hreiður þar sem voru fimm ungar, sem sé fáheyrt. „Ég hef ekki séð það nema tvisvar áður,“ segir hann.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Ólafur segir að nú þegar sé búið að merkja í kringum fjörutíu unga og hann gerir ráð fyrir að þeir verði á milli 90 og 100. „Það er að segja ef frjósemin verður sú sama í þeim hreiðrum sem ég veit um og við eigum eftir að fara í og hún hefur verið í þeim hreiðrum sem við erum búin að heimsækja,“ segir hann. Ólafur segist aldrei áður hafa merkt svo marga unga á einu sumri. „Allra mest hefur það verið í kringum 60 áður.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega í vor um að grunur leiki á að undanfarin ár hafi varp misfarist í ákveðnum fálkahreiðrum af mannavöldum. Af þessum ástæðum hóf Fálkasetur Íslands að safna fyrir myndavélum til þess að setja upp við hreiðrin í vor. Samkvæmt upplýsingum hefur enginn náðst á mynd við hreiðrin síðan vélarnar voru settar upp og það eru heldur engar vísbendingar um að varp hafi misfarist af mannavöldum í ár.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00
Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00
Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00
Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00