Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Höglin sem sitja í Ógn sjást greinilega á röntgenmynd. Dýraspítalinn í Víðidal „Þessi barbarimsi er því miður við lýði hérna,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, um skotgleðina sem virðist ríkja meðal byssumanna gagnvart fálkum á Íslandi. Á miðnætti á þriðjudag barst Náttúrufræðistofnun særður fálki sem Sigurður R. Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal fann særðan og ófleygan eftir gaddavír. Dætur Sigurðar höfðu þá gefið fálkanum nafnið Ógn. Við skoðun að morgni miðvikudags kom í ljós að Ógn hefur einhvern tíma orðið fyrir haglaskoti. Nú dvelur Ógn, sem er kvenfálki, í hundabúri í Húsdýragarðinum. Ólafur segir fugla oft fljúga á girðingar eða línur og skera sig. „Fálkinn er á sýklalyfjum núna og þegar sá skammtur er búinn verður hann væntanlega settur út,“ segir Ólafur. Spurður hvort batahorfurnar séu góðar kveðst hann ekki viss um það. „Þetta er ljótt sár.“ Að sögn Ólafs hefur um fjórðungur þeirra vel rúmlega eitt hundrað fálka, sem almenningur hefur komið í hendur Náttúrfræðistofnunar á síðustu tíu til fimmtán árum og verið krufðir og röntgenmyndaðir, reynst hafa högl í sér eftir byssumenn. Þessir fuglar og hræ hafi fundist víða um landið.Fálkinn Ógn nýtur nú aðhlynningar og dvelur í hundabúri í Húsdýragarðinum. Óvíst er með batahorfur. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta er eins konar siðleysi,“ segir Ólafur aðspurður um ástæður þess að menn skjóta á fálka. „Þetta gæti líka verið þekkingarleysi; að menn átti sig ekki á hvað flýgur hjá. Þetta gætu einnig verið fordómar; að menn hatist út í fálkann og skjóti á hann til að tortíma tegundinni.“ Ólafur telur að stór hluti þeirra fugla sem Náttúrufræðistofnun hefur krufið hafi sloppið undan skotmanninum með högl í sér. Við höfum fengið fugla sem hafa sloppið undan skyttunum en síðan verið að dragast upp í langan tíma út af sýkingum í sárunum. En á stóran hluta fuglanna er skotið einhver tíma í lífsferlinu og þeir lifa árásina af og eitthvað annað verður þeim síðan að grandi.“ Aspurður segist Ólafur telja að fyrrnefnt hlutfall af fálkum með högl í sér endurspegli skothríðina á fálka almennt. Þannig að einn af hverjum fjórum fálkum af þeim um tvö þúsund fuglum sem íslenski stofninn telji fái í sig skot fyrr eða síðar. „Þetta er tiltölulega sjaldgæfur fugl og er á válista. Fálkar hafa verið alfriðaðir í nærri 70 ár. Samt er ein algengasta dánarorsökin skotsár.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Þessi barbarimsi er því miður við lýði hérna,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, um skotgleðina sem virðist ríkja meðal byssumanna gagnvart fálkum á Íslandi. Á miðnætti á þriðjudag barst Náttúrufræðistofnun særður fálki sem Sigurður R. Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal fann særðan og ófleygan eftir gaddavír. Dætur Sigurðar höfðu þá gefið fálkanum nafnið Ógn. Við skoðun að morgni miðvikudags kom í ljós að Ógn hefur einhvern tíma orðið fyrir haglaskoti. Nú dvelur Ógn, sem er kvenfálki, í hundabúri í Húsdýragarðinum. Ólafur segir fugla oft fljúga á girðingar eða línur og skera sig. „Fálkinn er á sýklalyfjum núna og þegar sá skammtur er búinn verður hann væntanlega settur út,“ segir Ólafur. Spurður hvort batahorfurnar séu góðar kveðst hann ekki viss um það. „Þetta er ljótt sár.“ Að sögn Ólafs hefur um fjórðungur þeirra vel rúmlega eitt hundrað fálka, sem almenningur hefur komið í hendur Náttúrfræðistofnunar á síðustu tíu til fimmtán árum og verið krufðir og röntgenmyndaðir, reynst hafa högl í sér eftir byssumenn. Þessir fuglar og hræ hafi fundist víða um landið.Fálkinn Ógn nýtur nú aðhlynningar og dvelur í hundabúri í Húsdýragarðinum. Óvíst er með batahorfur. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta er eins konar siðleysi,“ segir Ólafur aðspurður um ástæður þess að menn skjóta á fálka. „Þetta gæti líka verið þekkingarleysi; að menn átti sig ekki á hvað flýgur hjá. Þetta gætu einnig verið fordómar; að menn hatist út í fálkann og skjóti á hann til að tortíma tegundinni.“ Ólafur telur að stór hluti þeirra fugla sem Náttúrufræðistofnun hefur krufið hafi sloppið undan skotmanninum með högl í sér. Við höfum fengið fugla sem hafa sloppið undan skyttunum en síðan verið að dragast upp í langan tíma út af sýkingum í sárunum. En á stóran hluta fuglanna er skotið einhver tíma í lífsferlinu og þeir lifa árásina af og eitthvað annað verður þeim síðan að grandi.“ Aspurður segist Ólafur telja að fyrrnefnt hlutfall af fálkum með högl í sér endurspegli skothríðina á fálka almennt. Þannig að einn af hverjum fjórum fálkum af þeim um tvö þúsund fuglum sem íslenski stofninn telji fái í sig skot fyrr eða síðar. „Þetta er tiltölulega sjaldgæfur fugl og er á válista. Fálkar hafa verið alfriðaðir í nærri 70 ár. Samt er ein algengasta dánarorsökin skotsár.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira