Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fálki á flugi. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir kaupum á myndavélum til að vakta fálkahreiður. Vísir/GETTY Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmyndavélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en samkvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum.Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggjaþjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslendingar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum.Sjá einnig: Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka „Við getum náttúrlega aldrei vaktað öll hreiður, en við erum að vonast til þess að þetta fæli frá ef einhver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmyndavélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfiskynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgjast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggismyndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólafur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmyndavélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en samkvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum.Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggjaþjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslendingar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum.Sjá einnig: Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka „Við getum náttúrlega aldrei vaktað öll hreiður, en við erum að vonast til þess að þetta fæli frá ef einhver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmyndavélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfiskynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgjast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggismyndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólafur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00