Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar BBI skrifar 4. júní 2012 12:57 Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. Kínverskar leitarsíður á netinu hafa sömuleiðis verið ritskoðaðar. Hvergi koma fram upplýsingar um atburðina. Ef maður leitar að orðum eins og „sjötti júní" „23" eða „aldrei gleyma" kemur ekkert upp. Umræða um atburðina hefur alltaf verið forboðin í landinu. Sú umræða er tekin sérlega föstum tökum í dag. Sérfræðingar telja ritskoðunina óvenju mikilvæga um þessar mundir þar sem ríkisstjórnin býr sig undir að nýir valdhafar taki við völdum. Vegna þess að 23 ár eru frá fjöldamorðunum sendi bandaríska ríkisstjórnin formlega ósk í gær til stjórnvalda í Kína um að þeir sem enn eru í fangelsi síðan atburðirnir áttu sér stað yrðu leystir úr haldi. Mannréttindasamtök telja innan við tólf manns enn í haldi frá atburðunum árið 1989. Kínversk stjórnvöld tóku mjög illa í þá hugmynd að frelsa þá og lýstu mikilli óánægju með bónina. Eftir rúmlega mánaðar mótmæli árið 1989 stráfelldu stjórnvöld í Kína mótmælendur á Torgi hins himneska friðar. Þetta gerðist 4. júní. Aldrei hefur verið gefið upp hve margir létust í mótmælunum en tala fallinna er almennt talin á bilinu nokkur hundruð til allt að 7000 manns. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ungan mann ganga í veg fyrir skriðdreka daginn eftir að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar áttu sé stað. Atvikið vakti mikla athygli. Ekki er vitað hver örlög mannsins urðu.Hér og hér er fjallað um málið á fréttamiðli BBC. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. Kínverskar leitarsíður á netinu hafa sömuleiðis verið ritskoðaðar. Hvergi koma fram upplýsingar um atburðina. Ef maður leitar að orðum eins og „sjötti júní" „23" eða „aldrei gleyma" kemur ekkert upp. Umræða um atburðina hefur alltaf verið forboðin í landinu. Sú umræða er tekin sérlega föstum tökum í dag. Sérfræðingar telja ritskoðunina óvenju mikilvæga um þessar mundir þar sem ríkisstjórnin býr sig undir að nýir valdhafar taki við völdum. Vegna þess að 23 ár eru frá fjöldamorðunum sendi bandaríska ríkisstjórnin formlega ósk í gær til stjórnvalda í Kína um að þeir sem enn eru í fangelsi síðan atburðirnir áttu sér stað yrðu leystir úr haldi. Mannréttindasamtök telja innan við tólf manns enn í haldi frá atburðunum árið 1989. Kínversk stjórnvöld tóku mjög illa í þá hugmynd að frelsa þá og lýstu mikilli óánægju með bónina. Eftir rúmlega mánaðar mótmæli árið 1989 stráfelldu stjórnvöld í Kína mótmælendur á Torgi hins himneska friðar. Þetta gerðist 4. júní. Aldrei hefur verið gefið upp hve margir létust í mótmælunum en tala fallinna er almennt talin á bilinu nokkur hundruð til allt að 7000 manns. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ungan mann ganga í veg fyrir skriðdreka daginn eftir að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar áttu sé stað. Atvikið vakti mikla athygli. Ekki er vitað hver örlög mannsins urðu.Hér og hér er fjallað um málið á fréttamiðli BBC.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira