Erlent

Lögðu hald á mesta smygl í sögu Kaupmannahafnar

Skatturinn í Kaupmannahöfn hefur lagt hald á mesta magn í einu, af smygluðu áfengi og tóbaki, í sögu sinni.

Skattinum barst nafnlaus ábending í gær um að kanna nánar stórt geymsluhúsnæði í vesturhluta Kaupmannahafnar. Þegar fulltrúar frá skattinum mættu á staðinn tóku þrír menn í húsnæðinu til fótanna og er þeirra nú leitað.

Í húsnæðinu fundu fulltrúar skattsins um 250.000 bjórdósir, 2.000 flöskur af sterku áfengi, 2.000 lítra af léttvínum og 100 karton af sígarettum. Þá var þarna einnig til staðar 50 kíló af rúllutóbaki,

Í frétt um málið í Politiken segir að fyrir utan áfengi og tóbak hafi einnig fundist um tonn af sælgæti í húsnæðinu, 2.000 lítrar af díselolíu og nokkuð magn af flugeldum.

Jon Mikkelsen sem stjórnaði aðgerðum skattsins segir að allt þetta smygl hafi komið frá Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×