Erlent

"Ég borgaði ekki þessa brjóstastækkun svo annar maður gæti gónt á brjóstin á henni"

Unnustan, Patricja Pajak, er tuttugu og fjögurra ára og starfar sem fyrirsæta. Brjóstin á henni eru nú í stærðinni 32 DD.
Unnustan, Patricja Pajak, er tuttugu og fjögurra ára og starfar sem fyrirsæta. Brjóstin á henni eru nú í stærðinni 32 DD.
Pólski lögregluþjónninn Lukasz Molovik hefur höfðað mál gegn fyrrum unnustu sinni eftir að hún hætti með honum nokkrum dögum eftir að hann borgaði fyrir hana brjóstastækkun.

Unnustan, Patricja Pajak, er tuttugu og fjögurra ára og starfar sem fyrirsæta. „Ég vildi ekki fara í aðgerðina en Lukasz þrýsti á mig og benti meðal annars á hversu stór brjóstin á fyrrverandi kærustunni hans voru," segir hún í samtali við breska blaðið The Sun.

„Hann sýndi mér í sífellu myndir af henni og þrýsti á mig að fara í brjóstastækunina. Ég samþykkti það, því ég elskaði hann. En eftir aðgerðina áttaði ég mig á því að hann var meira ástfanginn af brjóstunum á mér en af mér," segir hún.

Lukasz er ósáttur og hefur höfðað mál gegn henni. Hann vill að hún borgi sér til baka upphæðina sem aðgerðin kostaði. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í bænum Lowicz í Póllandi á næstu dögum.

„Ef ég á að vera alveg einlægur. Þá eyddi ég ekki öllum þessum peningum í aðgerðina svo annar maður gæti gónt á brjóstin á henni í staðinn fyrir mig," segir Lukasz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×