Erlent

Þrjátíu ára fangelsi fyrir að kasta sextán mánaða syni sínum fram af brú

Brúin í Róm þar sem þessi hryllilegi atburður átti sér stað í febrúar.
Brúin í Róm þar sem þessi hryllilegi atburður átti sér stað í febrúar.
Tuttugu og sex ára gamall Ítali var í dag dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir manndráp en hann kastaði sextán mánaða gömlum syni sínum fram af brú í Róm í febrúar á þessu ári. Maðurinn hafði átt í forræðisdeilu við barnsmóður sína mánuðina á undan.

Nokkrum klukkustundum áður en hann kastaði syni sínum fram af brúnni og í ísjökul kalt vatnið hafði hann rifist við barnsmóður sína. Lík barnsins fannst mánuði síðar. Samkvæmt AFP-fréttastofunni var það fangavörður sem sá hann kasta barninu fram af brúnni en hann flúði svo af vettvangi. Hann var handsamaður stuttu síðar af lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×