Á Jordan Henderson möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 14:00 Jordan Henderson fagnar hér fjórtánda deildarsigri Liverpool liðsins í röð í gærkvöldi. Getty/Visionhaus Jordan Henderson átti enn einn stórleikinn á miðju Liverpool liðsins í gær þegar toppliðið vann 2-1 sigur á Úlfunum og náði aftur sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Jordan Henderson kom Liverpool í 1-0 með skallamarki í fyrri hálfleik og lagði síðan upp sigurmark Roberto Firmino í lok leiksins. Í millitíðinni var hann út um allan völl að reka sitt lið áfram og vinna boltann af leikmönnum Úlfanna. Liverpool er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni þótt að enn sé mikið eftir af mótinu og því verður að teljast líklega að leikmaður Liverpool verði kosinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Í fyrstu hefðu flestir bent á leikmenn eins og Virgil van Dijk, Mohamed Salah eða Sadio Mané sem líklegustu leikmenn Liverpool til að hljóta slík verðlaun. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Alisson, Roberto Firmino eða Trent Alexander-Arnold. Það eru vissulega margir að spila vel sem á mikinn þátt í að liðið hefur verið algjörlega óstöðvandi í næstum því heilt ár. Það er hins vegar spurningin hvort fyrirliðinn Jordan Henderson eigi ekki möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins. Andy Robertson Jordan Henderson pic.twitter.com/7tlESqfRIJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 24, 2020 Henderson hefur verið frábær á leiktíðinni ekki síst að undanförnu þar sem Liverpool hefur tekist að halda sigurgöngu sinni áfram þegar full ástæða væri til að slaka aðeins á enda staðan á toppnum orðið svo góð. Um leið og Jordan Henderson er farinn að skila mörkum ofan á það sem hann gerir út á vellinum þá gæti orðið erfitt að ganga framhjá honum. Henderson heldur flæðinu gangandi á miðju Liverpool en hann er líka öryggisventill fyrir nær alla leikmenn liðsins. Um leið og einhver Liverpool maður gerir mistök eða missir menn framhjá sér út á velli þá er mjög miklar líkur á því að Henderson komi þeim til bjargar. Henderson heldur öllum á tánum og fer fyrir leikmönnum Liverpool í vinnslu og dugnaði. Shock horror: Jordan Henderson best player on the park again pic.twitter.com/fLrMCBE6sI— Empire of the Kop (@empireofthekop) January 24, 2020 Jordan Henderson þótti ekki koma vel út á sinum tíma í samanburði við Steven Gerrard þegar hann tók við fyrirliðabandinu af einum allra besta Liverpool manni allra tíma. Henderson verður aldrei eins góður leikmaður og Steven Gerrard en hann er alls ekki minni leiðtogi. Það eru þessir leiðtogahæfileikar hans sem eiga mikinn þátt í sigurgöngu Liverpool liðsins. Það er svo gott sem öruggt að Jordan Henderson verður fyrsti fyrirliði Liverpool í þrjá áratugi til að lyfta enska meistarabikarnum en verður einnig líklegra og líklegra að hann komi til greina fyrir einhver einstaklingsverðlaun líka. I was at Molineux last night and ended up writing about Jordan Henderson because he is really good at football and possibly Liverpool’s most important player right now *ducks for cover*https://t.co/WdMYZpGdAL— Sachin Nakrani (@SachinNakrani) January 24, 2020 Enski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Jordan Henderson átti enn einn stórleikinn á miðju Liverpool liðsins í gær þegar toppliðið vann 2-1 sigur á Úlfunum og náði aftur sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Jordan Henderson kom Liverpool í 1-0 með skallamarki í fyrri hálfleik og lagði síðan upp sigurmark Roberto Firmino í lok leiksins. Í millitíðinni var hann út um allan völl að reka sitt lið áfram og vinna boltann af leikmönnum Úlfanna. Liverpool er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni þótt að enn sé mikið eftir af mótinu og því verður að teljast líklega að leikmaður Liverpool verði kosinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Í fyrstu hefðu flestir bent á leikmenn eins og Virgil van Dijk, Mohamed Salah eða Sadio Mané sem líklegustu leikmenn Liverpool til að hljóta slík verðlaun. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Alisson, Roberto Firmino eða Trent Alexander-Arnold. Það eru vissulega margir að spila vel sem á mikinn þátt í að liðið hefur verið algjörlega óstöðvandi í næstum því heilt ár. Það er hins vegar spurningin hvort fyrirliðinn Jordan Henderson eigi ekki möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins. Andy Robertson Jordan Henderson pic.twitter.com/7tlESqfRIJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 24, 2020 Henderson hefur verið frábær á leiktíðinni ekki síst að undanförnu þar sem Liverpool hefur tekist að halda sigurgöngu sinni áfram þegar full ástæða væri til að slaka aðeins á enda staðan á toppnum orðið svo góð. Um leið og Jordan Henderson er farinn að skila mörkum ofan á það sem hann gerir út á vellinum þá gæti orðið erfitt að ganga framhjá honum. Henderson heldur flæðinu gangandi á miðju Liverpool en hann er líka öryggisventill fyrir nær alla leikmenn liðsins. Um leið og einhver Liverpool maður gerir mistök eða missir menn framhjá sér út á velli þá er mjög miklar líkur á því að Henderson komi þeim til bjargar. Henderson heldur öllum á tánum og fer fyrir leikmönnum Liverpool í vinnslu og dugnaði. Shock horror: Jordan Henderson best player on the park again pic.twitter.com/fLrMCBE6sI— Empire of the Kop (@empireofthekop) January 24, 2020 Jordan Henderson þótti ekki koma vel út á sinum tíma í samanburði við Steven Gerrard þegar hann tók við fyrirliðabandinu af einum allra besta Liverpool manni allra tíma. Henderson verður aldrei eins góður leikmaður og Steven Gerrard en hann er alls ekki minni leiðtogi. Það eru þessir leiðtogahæfileikar hans sem eiga mikinn þátt í sigurgöngu Liverpool liðsins. Það er svo gott sem öruggt að Jordan Henderson verður fyrsti fyrirliði Liverpool í þrjá áratugi til að lyfta enska meistarabikarnum en verður einnig líklegra og líklegra að hann komi til greina fyrir einhver einstaklingsverðlaun líka. I was at Molineux last night and ended up writing about Jordan Henderson because he is really good at football and possibly Liverpool’s most important player right now *ducks for cover*https://t.co/WdMYZpGdAL— Sachin Nakrani (@SachinNakrani) January 24, 2020
Enski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira