Á Jordan Henderson möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 14:00 Jordan Henderson fagnar hér fjórtánda deildarsigri Liverpool liðsins í röð í gærkvöldi. Getty/Visionhaus Jordan Henderson átti enn einn stórleikinn á miðju Liverpool liðsins í gær þegar toppliðið vann 2-1 sigur á Úlfunum og náði aftur sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Jordan Henderson kom Liverpool í 1-0 með skallamarki í fyrri hálfleik og lagði síðan upp sigurmark Roberto Firmino í lok leiksins. Í millitíðinni var hann út um allan völl að reka sitt lið áfram og vinna boltann af leikmönnum Úlfanna. Liverpool er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni þótt að enn sé mikið eftir af mótinu og því verður að teljast líklega að leikmaður Liverpool verði kosinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Í fyrstu hefðu flestir bent á leikmenn eins og Virgil van Dijk, Mohamed Salah eða Sadio Mané sem líklegustu leikmenn Liverpool til að hljóta slík verðlaun. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Alisson, Roberto Firmino eða Trent Alexander-Arnold. Það eru vissulega margir að spila vel sem á mikinn þátt í að liðið hefur verið algjörlega óstöðvandi í næstum því heilt ár. Það er hins vegar spurningin hvort fyrirliðinn Jordan Henderson eigi ekki möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins. Andy Robertson Jordan Henderson pic.twitter.com/7tlESqfRIJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 24, 2020 Henderson hefur verið frábær á leiktíðinni ekki síst að undanförnu þar sem Liverpool hefur tekist að halda sigurgöngu sinni áfram þegar full ástæða væri til að slaka aðeins á enda staðan á toppnum orðið svo góð. Um leið og Jordan Henderson er farinn að skila mörkum ofan á það sem hann gerir út á vellinum þá gæti orðið erfitt að ganga framhjá honum. Henderson heldur flæðinu gangandi á miðju Liverpool en hann er líka öryggisventill fyrir nær alla leikmenn liðsins. Um leið og einhver Liverpool maður gerir mistök eða missir menn framhjá sér út á velli þá er mjög miklar líkur á því að Henderson komi þeim til bjargar. Henderson heldur öllum á tánum og fer fyrir leikmönnum Liverpool í vinnslu og dugnaði. Shock horror: Jordan Henderson best player on the park again pic.twitter.com/fLrMCBE6sI— Empire of the Kop (@empireofthekop) January 24, 2020 Jordan Henderson þótti ekki koma vel út á sinum tíma í samanburði við Steven Gerrard þegar hann tók við fyrirliðabandinu af einum allra besta Liverpool manni allra tíma. Henderson verður aldrei eins góður leikmaður og Steven Gerrard en hann er alls ekki minni leiðtogi. Það eru þessir leiðtogahæfileikar hans sem eiga mikinn þátt í sigurgöngu Liverpool liðsins. Það er svo gott sem öruggt að Jordan Henderson verður fyrsti fyrirliði Liverpool í þrjá áratugi til að lyfta enska meistarabikarnum en verður einnig líklegra og líklegra að hann komi til greina fyrir einhver einstaklingsverðlaun líka. I was at Molineux last night and ended up writing about Jordan Henderson because he is really good at football and possibly Liverpool’s most important player right now *ducks for cover*https://t.co/WdMYZpGdAL— Sachin Nakrani (@SachinNakrani) January 24, 2020 Enski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Jordan Henderson átti enn einn stórleikinn á miðju Liverpool liðsins í gær þegar toppliðið vann 2-1 sigur á Úlfunum og náði aftur sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Jordan Henderson kom Liverpool í 1-0 með skallamarki í fyrri hálfleik og lagði síðan upp sigurmark Roberto Firmino í lok leiksins. Í millitíðinni var hann út um allan völl að reka sitt lið áfram og vinna boltann af leikmönnum Úlfanna. Liverpool er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni þótt að enn sé mikið eftir af mótinu og því verður að teljast líklega að leikmaður Liverpool verði kosinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Í fyrstu hefðu flestir bent á leikmenn eins og Virgil van Dijk, Mohamed Salah eða Sadio Mané sem líklegustu leikmenn Liverpool til að hljóta slík verðlaun. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Alisson, Roberto Firmino eða Trent Alexander-Arnold. Það eru vissulega margir að spila vel sem á mikinn þátt í að liðið hefur verið algjörlega óstöðvandi í næstum því heilt ár. Það er hins vegar spurningin hvort fyrirliðinn Jordan Henderson eigi ekki möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins. Andy Robertson Jordan Henderson pic.twitter.com/7tlESqfRIJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 24, 2020 Henderson hefur verið frábær á leiktíðinni ekki síst að undanförnu þar sem Liverpool hefur tekist að halda sigurgöngu sinni áfram þegar full ástæða væri til að slaka aðeins á enda staðan á toppnum orðið svo góð. Um leið og Jordan Henderson er farinn að skila mörkum ofan á það sem hann gerir út á vellinum þá gæti orðið erfitt að ganga framhjá honum. Henderson heldur flæðinu gangandi á miðju Liverpool en hann er líka öryggisventill fyrir nær alla leikmenn liðsins. Um leið og einhver Liverpool maður gerir mistök eða missir menn framhjá sér út á velli þá er mjög miklar líkur á því að Henderson komi þeim til bjargar. Henderson heldur öllum á tánum og fer fyrir leikmönnum Liverpool í vinnslu og dugnaði. Shock horror: Jordan Henderson best player on the park again pic.twitter.com/fLrMCBE6sI— Empire of the Kop (@empireofthekop) January 24, 2020 Jordan Henderson þótti ekki koma vel út á sinum tíma í samanburði við Steven Gerrard þegar hann tók við fyrirliðabandinu af einum allra besta Liverpool manni allra tíma. Henderson verður aldrei eins góður leikmaður og Steven Gerrard en hann er alls ekki minni leiðtogi. Það eru þessir leiðtogahæfileikar hans sem eiga mikinn þátt í sigurgöngu Liverpool liðsins. Það er svo gott sem öruggt að Jordan Henderson verður fyrsti fyrirliði Liverpool í þrjá áratugi til að lyfta enska meistarabikarnum en verður einnig líklegra og líklegra að hann komi til greina fyrir einhver einstaklingsverðlaun líka. I was at Molineux last night and ended up writing about Jordan Henderson because he is really good at football and possibly Liverpool’s most important player right now *ducks for cover*https://t.co/WdMYZpGdAL— Sachin Nakrani (@SachinNakrani) January 24, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira