Á Jordan Henderson möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 14:00 Jordan Henderson fagnar hér fjórtánda deildarsigri Liverpool liðsins í röð í gærkvöldi. Getty/Visionhaus Jordan Henderson átti enn einn stórleikinn á miðju Liverpool liðsins í gær þegar toppliðið vann 2-1 sigur á Úlfunum og náði aftur sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Jordan Henderson kom Liverpool í 1-0 með skallamarki í fyrri hálfleik og lagði síðan upp sigurmark Roberto Firmino í lok leiksins. Í millitíðinni var hann út um allan völl að reka sitt lið áfram og vinna boltann af leikmönnum Úlfanna. Liverpool er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni þótt að enn sé mikið eftir af mótinu og því verður að teljast líklega að leikmaður Liverpool verði kosinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Í fyrstu hefðu flestir bent á leikmenn eins og Virgil van Dijk, Mohamed Salah eða Sadio Mané sem líklegustu leikmenn Liverpool til að hljóta slík verðlaun. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Alisson, Roberto Firmino eða Trent Alexander-Arnold. Það eru vissulega margir að spila vel sem á mikinn þátt í að liðið hefur verið algjörlega óstöðvandi í næstum því heilt ár. Það er hins vegar spurningin hvort fyrirliðinn Jordan Henderson eigi ekki möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins. Andy Robertson Jordan Henderson pic.twitter.com/7tlESqfRIJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 24, 2020 Henderson hefur verið frábær á leiktíðinni ekki síst að undanförnu þar sem Liverpool hefur tekist að halda sigurgöngu sinni áfram þegar full ástæða væri til að slaka aðeins á enda staðan á toppnum orðið svo góð. Um leið og Jordan Henderson er farinn að skila mörkum ofan á það sem hann gerir út á vellinum þá gæti orðið erfitt að ganga framhjá honum. Henderson heldur flæðinu gangandi á miðju Liverpool en hann er líka öryggisventill fyrir nær alla leikmenn liðsins. Um leið og einhver Liverpool maður gerir mistök eða missir menn framhjá sér út á velli þá er mjög miklar líkur á því að Henderson komi þeim til bjargar. Henderson heldur öllum á tánum og fer fyrir leikmönnum Liverpool í vinnslu og dugnaði. Shock horror: Jordan Henderson best player on the park again pic.twitter.com/fLrMCBE6sI— Empire of the Kop (@empireofthekop) January 24, 2020 Jordan Henderson þótti ekki koma vel út á sinum tíma í samanburði við Steven Gerrard þegar hann tók við fyrirliðabandinu af einum allra besta Liverpool manni allra tíma. Henderson verður aldrei eins góður leikmaður og Steven Gerrard en hann er alls ekki minni leiðtogi. Það eru þessir leiðtogahæfileikar hans sem eiga mikinn þátt í sigurgöngu Liverpool liðsins. Það er svo gott sem öruggt að Jordan Henderson verður fyrsti fyrirliði Liverpool í þrjá áratugi til að lyfta enska meistarabikarnum en verður einnig líklegra og líklegra að hann komi til greina fyrir einhver einstaklingsverðlaun líka. I was at Molineux last night and ended up writing about Jordan Henderson because he is really good at football and possibly Liverpool’s most important player right now *ducks for cover*https://t.co/WdMYZpGdAL— Sachin Nakrani (@SachinNakrani) January 24, 2020 Enski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Jordan Henderson átti enn einn stórleikinn á miðju Liverpool liðsins í gær þegar toppliðið vann 2-1 sigur á Úlfunum og náði aftur sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Jordan Henderson kom Liverpool í 1-0 með skallamarki í fyrri hálfleik og lagði síðan upp sigurmark Roberto Firmino í lok leiksins. Í millitíðinni var hann út um allan völl að reka sitt lið áfram og vinna boltann af leikmönnum Úlfanna. Liverpool er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni þótt að enn sé mikið eftir af mótinu og því verður að teljast líklega að leikmaður Liverpool verði kosinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Í fyrstu hefðu flestir bent á leikmenn eins og Virgil van Dijk, Mohamed Salah eða Sadio Mané sem líklegustu leikmenn Liverpool til að hljóta slík verðlaun. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Alisson, Roberto Firmino eða Trent Alexander-Arnold. Það eru vissulega margir að spila vel sem á mikinn þátt í að liðið hefur verið algjörlega óstöðvandi í næstum því heilt ár. Það er hins vegar spurningin hvort fyrirliðinn Jordan Henderson eigi ekki möguleika á að vera kosinn leikmaður ársins. Andy Robertson Jordan Henderson pic.twitter.com/7tlESqfRIJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 24, 2020 Henderson hefur verið frábær á leiktíðinni ekki síst að undanförnu þar sem Liverpool hefur tekist að halda sigurgöngu sinni áfram þegar full ástæða væri til að slaka aðeins á enda staðan á toppnum orðið svo góð. Um leið og Jordan Henderson er farinn að skila mörkum ofan á það sem hann gerir út á vellinum þá gæti orðið erfitt að ganga framhjá honum. Henderson heldur flæðinu gangandi á miðju Liverpool en hann er líka öryggisventill fyrir nær alla leikmenn liðsins. Um leið og einhver Liverpool maður gerir mistök eða missir menn framhjá sér út á velli þá er mjög miklar líkur á því að Henderson komi þeim til bjargar. Henderson heldur öllum á tánum og fer fyrir leikmönnum Liverpool í vinnslu og dugnaði. Shock horror: Jordan Henderson best player on the park again pic.twitter.com/fLrMCBE6sI— Empire of the Kop (@empireofthekop) January 24, 2020 Jordan Henderson þótti ekki koma vel út á sinum tíma í samanburði við Steven Gerrard þegar hann tók við fyrirliðabandinu af einum allra besta Liverpool manni allra tíma. Henderson verður aldrei eins góður leikmaður og Steven Gerrard en hann er alls ekki minni leiðtogi. Það eru þessir leiðtogahæfileikar hans sem eiga mikinn þátt í sigurgöngu Liverpool liðsins. Það er svo gott sem öruggt að Jordan Henderson verður fyrsti fyrirliði Liverpool í þrjá áratugi til að lyfta enska meistarabikarnum en verður einnig líklegra og líklegra að hann komi til greina fyrir einhver einstaklingsverðlaun líka. I was at Molineux last night and ended up writing about Jordan Henderson because he is really good at football and possibly Liverpool’s most important player right now *ducks for cover*https://t.co/WdMYZpGdAL— Sachin Nakrani (@SachinNakrani) January 24, 2020
Enski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira