Það má búast við hverju sem er Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2014 20:08 Hraungos sem hófst norðan Vatnajökjuls í nótt stendur enn yfir, en það er talið allt að 50 sinnum stærra en gosið sem var þar í fyrradag. Vísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en segja atburðarás síðustu daga minna á upphaf Kröfluelda. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldgosið blasti við snemma í morgun á vefmyndavél Mílu en það kom upp á sama stað og gosið aðfararnótt föstudags. Áætlað var að kvikustrókurinn næði 20-30 metra hæð. Gossprungan náði þó lengra til norðurs og var áætluð um einn og hálfur kílómetra á lengd. Fljótlega varð ljóst að þetta gos var mun öflugra, og hraun rennslið jafnvel 10-20 sinnum meira en í fyrsta gosinu, að mati Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings, sem var með þeim fyrstu á vettvang. Ármann tók margar þeirra mynda sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi, ásamt þeim Benedikt Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, og Þorsteini Jónssyni, tæknimanni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þeir voru í nótt í skálanum í Drekagili, ásamt fleiri vísindamönnum, en skálinn er i 25 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Þeir Benedikt og Þorsteinn komu akandi til byggða upp úr hádegi og fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af þeim við Skútustaði í Mývatnssveit. “Við fengum hringingu um klukkan 6 í morgun og okkur sagt að það liti út fyrir að það væri aftur gos í gangi við Holuhraunið. Við fórum á vettvang og það stóð heima,” sagði Benedikt.Virtist ykkur vera sæmilegur kraftur í þessu?“Ég myndi ekki segja að það væri mikill kraftur í þessu, en við sáum eldtungur koma upp úr sprungunum.Hraunið var þunnfljótandi og rann tiltölulega hratt.” Benedikt segir atburðarás undanfarinna daga minna um margt á upphafið af Kröflueldum en hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. “Ég vil ekki giska á það. Það getur haldið áfram að gjósa og svo getur þetta líka hætt snögglega. Menn verða líka aða hafa í huga að það er heilmikið að gera í Bárðarbunguöskjunni. Menn verða bara að halda áfram að fylgjast með og búast við hverju sem er.” Óveðurslægðin hefur aldeilis sett strik í reikninginn og hamlað flugi yfir gosstöðvarnar. Ókyrrðin þar var sögð það mikil í dag hún væri beinlínis hættuleg flugvélum og það var ekki reynandi og komast þangað akandi, eins og tæknimaður Raunvisindastofnunar lýsti: “Það var alveg snælduvitlaust, við sáum ekki framfyrir rúðuna á bílnum,” segir Þorsteinn og segir bæði mönnum og tækjum hafa verið hætta búin á staðnum. Hann segir það magnað að hafa upplifað gosið með þessum hætti. “Þetta er magnaður atburður,” segir Þorsteinn og bætir við að örlítil hræðsla hafi gripið um sig í nálægð við gosið. “Maður verður svo lítill gagnvart þessu.” Gosstöðvar eru í um það bil 75 kílómetra fjarlægð frá Skútustöðum í Mývatnssveit, nánast í hásuður, og fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 hafa af og til verið að skima til fjalla ef ske kynni að sæist í gosmökk. Þeir höfðu séð heilmið mistur suður af, en ómögulegt sé að fullyrða um hvort um sandfok eða ösku sé að ræða. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Hraungos sem hófst norðan Vatnajökjuls í nótt stendur enn yfir, en það er talið allt að 50 sinnum stærra en gosið sem var þar í fyrradag. Vísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en segja atburðarás síðustu daga minna á upphaf Kröfluelda. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldgosið blasti við snemma í morgun á vefmyndavél Mílu en það kom upp á sama stað og gosið aðfararnótt föstudags. Áætlað var að kvikustrókurinn næði 20-30 metra hæð. Gossprungan náði þó lengra til norðurs og var áætluð um einn og hálfur kílómetra á lengd. Fljótlega varð ljóst að þetta gos var mun öflugra, og hraun rennslið jafnvel 10-20 sinnum meira en í fyrsta gosinu, að mati Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings, sem var með þeim fyrstu á vettvang. Ármann tók margar þeirra mynda sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi, ásamt þeim Benedikt Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, og Þorsteini Jónssyni, tæknimanni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þeir voru í nótt í skálanum í Drekagili, ásamt fleiri vísindamönnum, en skálinn er i 25 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Þeir Benedikt og Þorsteinn komu akandi til byggða upp úr hádegi og fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af þeim við Skútustaði í Mývatnssveit. “Við fengum hringingu um klukkan 6 í morgun og okkur sagt að það liti út fyrir að það væri aftur gos í gangi við Holuhraunið. Við fórum á vettvang og það stóð heima,” sagði Benedikt.Virtist ykkur vera sæmilegur kraftur í þessu?“Ég myndi ekki segja að það væri mikill kraftur í þessu, en við sáum eldtungur koma upp úr sprungunum.Hraunið var þunnfljótandi og rann tiltölulega hratt.” Benedikt segir atburðarás undanfarinna daga minna um margt á upphafið af Kröflueldum en hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. “Ég vil ekki giska á það. Það getur haldið áfram að gjósa og svo getur þetta líka hætt snögglega. Menn verða líka aða hafa í huga að það er heilmikið að gera í Bárðarbunguöskjunni. Menn verða bara að halda áfram að fylgjast með og búast við hverju sem er.” Óveðurslægðin hefur aldeilis sett strik í reikninginn og hamlað flugi yfir gosstöðvarnar. Ókyrrðin þar var sögð það mikil í dag hún væri beinlínis hættuleg flugvélum og það var ekki reynandi og komast þangað akandi, eins og tæknimaður Raunvisindastofnunar lýsti: “Það var alveg snælduvitlaust, við sáum ekki framfyrir rúðuna á bílnum,” segir Þorsteinn og segir bæði mönnum og tækjum hafa verið hætta búin á staðnum. Hann segir það magnað að hafa upplifað gosið með þessum hætti. “Þetta er magnaður atburður,” segir Þorsteinn og bætir við að örlítil hræðsla hafi gripið um sig í nálægð við gosið. “Maður verður svo lítill gagnvart þessu.” Gosstöðvar eru í um það bil 75 kílómetra fjarlægð frá Skútustöðum í Mývatnssveit, nánast í hásuður, og fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 hafa af og til verið að skima til fjalla ef ske kynni að sæist í gosmökk. Þeir höfðu séð heilmið mistur suður af, en ómögulegt sé að fullyrða um hvort um sandfok eða ösku sé að ræða.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira