Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 14:01 Forsætisráðherra Egyptalands, Sherif Ismail, kannar hér aðstæður á slysstaðnum í Hassan. vísir/ap Lík þeirra sem létust þegar farþegaþota sem stefndi á St. Pétursborg hrapaði skömmu eftir flugtak frá sumarleyfisstað í Egyptalandi í gær verða flutt til Rússlands á næstunni. Rússneskir rannsakendur komu á slysstaðinn á Sínaí-skaga í dag. Af þeim 224 sem voru um borði í Metrojet Airbus A321-200 vélinni hefur líkum 163 þeirra verið flogið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þar sem þeim hefur verið komið fyrir í líkhúsi. Að sögn egypskra stjórnvalda munu flutningar á líkunum áfram til Rússlands hefjast seinni partinn í dag.Sjá einnig: Allir farþegar vélarinnar létu lífið Þrír ráðherrar rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa ferðast um slysstaðinn í dag og munu þeir einnig yfirfara gögn úr svarta kassa vélarinnar, sem og að hlýða á upptökur úr flugstjórnarklefanum.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC fréttastofunnar um slysið og ástandið á flugvellinum í St. Pétursborg þangað sem för vélarinnar var heitið.„Búið er að ná flugritanum úr vélinni og greining er hafin á því hvað gerðist og hvað leiddi til hrapsins,“ sagði Mohammed Abdel-Rahman hjá egypsku flugmálastofnuninni í samtali við ABC. „Öll umræða fram að því eru getgátur“ Allir farþegar vélarinnar létust er hún brotlenti á Sínaí-skaga. Af farþegum vélarinnar voru 214 þeirra frá Rússlandi og þrír frá Úkraínu.Sjá einnig: Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnarBrak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um var að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Slysið er það mannskæðasta í sögu Rússlands, sem og Sovétríkjanna og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands vegna hrapsins. Fjölmörg flugfélög hafa hætt að fljúga yfir Sínaí-skaga, þeirra á meðal Emirates, Lufthansa og Air France, meðan á rannsókn málsins stendur. Að sögn fyrrum eiginkonu annars flugmannanna hafði hann rætt opinskátt við dóttur sína um áhyggjurnar sem hann hefði af öryggisbúnaði vélarinnar sem hrapaði. „Hann kvartaði aftur, fyrir flugið, yfir „tæknilegu ástandi“ vélarinnar sem hann hefði viljað að væri í betra horfi,“ sagði Natalya Trukhacev í samtali við rússneska fjölmiðla. Tengdar fréttir Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Lík þeirra sem létust þegar farþegaþota sem stefndi á St. Pétursborg hrapaði skömmu eftir flugtak frá sumarleyfisstað í Egyptalandi í gær verða flutt til Rússlands á næstunni. Rússneskir rannsakendur komu á slysstaðinn á Sínaí-skaga í dag. Af þeim 224 sem voru um borði í Metrojet Airbus A321-200 vélinni hefur líkum 163 þeirra verið flogið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þar sem þeim hefur verið komið fyrir í líkhúsi. Að sögn egypskra stjórnvalda munu flutningar á líkunum áfram til Rússlands hefjast seinni partinn í dag.Sjá einnig: Allir farþegar vélarinnar létu lífið Þrír ráðherrar rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa ferðast um slysstaðinn í dag og munu þeir einnig yfirfara gögn úr svarta kassa vélarinnar, sem og að hlýða á upptökur úr flugstjórnarklefanum.Hér að neðan má sjá umfjöllun ABC fréttastofunnar um slysið og ástandið á flugvellinum í St. Pétursborg þangað sem för vélarinnar var heitið.„Búið er að ná flugritanum úr vélinni og greining er hafin á því hvað gerðist og hvað leiddi til hrapsins,“ sagði Mohammed Abdel-Rahman hjá egypsku flugmálastofnuninni í samtali við ABC. „Öll umræða fram að því eru getgátur“ Allir farþegar vélarinnar létust er hún brotlenti á Sínaí-skaga. Af farþegum vélarinnar voru 214 þeirra frá Rússlandi og þrír frá Úkraínu.Sjá einnig: Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnarBrak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um var að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Slysið er það mannskæðasta í sögu Rússlands, sem og Sovétríkjanna og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands vegna hrapsins. Fjölmörg flugfélög hafa hætt að fljúga yfir Sínaí-skaga, þeirra á meðal Emirates, Lufthansa og Air France, meðan á rannsókn málsins stendur. Að sögn fyrrum eiginkonu annars flugmannanna hafði hann rætt opinskátt við dóttur sína um áhyggjurnar sem hann hefði af öryggisbúnaði vélarinnar sem hrapaði. „Hann kvartaði aftur, fyrir flugið, yfir „tæknilegu ástandi“ vélarinnar sem hann hefði viljað að væri í betra horfi,“ sagði Natalya Trukhacev í samtali við rússneska fjölmiðla.
Tengdar fréttir Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22
Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46