Betur gangi að manna skóla í hremmingum ferðaþjónustu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. apríl 2019 06:00 Skólakerfið sem glímt hefur við manneklu í góðæri síðustu ára kann að njóta góðs af samdrætti í ferðaþjónustu. Fréttablaðið/Ernir Við horfum virkilega til þess að betur muni ganga að manna í skólum á næsta skólaári miðað við þessa breyttu stöðu í ferðaþjónustunni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fall WOW air og uppsagnir í ferðaþjónustunni sem og víðar hafa gert það að verkum að á annað þúsund manns eru nú án atvinnu og sér vart fyrir endann á þeim samdrætti. Hjúkrunarfræðingar voru eftirsóttur starfskraftur sem flugfreyjur en Vísir greindi frá því fyrir helgi að margar flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá WOW air í síðustu viku hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann með það fyrir augum að snúa aftur til fyrri starfa. Helgi segir vitað mál að kennarar hafi líka verið eftirsóttir í hinum ýmsu störfum ferðaþjónustunnar. Og nú þegar kreppi að í þeim geira kunni að slakna á mannekluvandræðum. Þar á meðal í menntunar- og umönnunarstörfum. „Í ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustunni hefur þetta nám, bæði grunn- og leikskólakennara sem snýst svo mikið um mannleg samskipti, verið eftirsótt og þeir farið í störf í ferðaþjónustunni. Maður gerir nú ráð fyrir að einhverjir hugsi sér að koma til baka í starf á leikskólum og í grunnskólum og við erum að skoða málin og fylgjast með,“ segir Helgi vongóður um að betur muni ganga að manna stöður. „Það er bara alltaf þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þegar byggingarkrönum og ferðamönnum fjölgaði var mikið um að starfsfólk færi frá okkur í önnur störf. Eða að fólk sem var að koma inn á vinnumarkaðinn horfði frekar til ferðaþjónustu en skólanna. En við þurfum auðvitað nýliðun líka.“ Helgi segir Íslendinga ekki þekkja langtímaatvinnuleysi í raun, það séu alltaf störf. Það bráðvanti fólk í menntunar- og umönnunarstörfin sem kunni nú að leita í jafnvægi. Helgi segir að á teikniborðinu hafi verið að auðvelda fólki að snúa aftur í kennarastarfið, hafi það verið lengi frá. „Eitt af því sem verið hefur á teikniborðinu varðandi framtíðarmönnun í leik- og grunnskólum er að mýkja höggið með símenntunarnámskeiði. Þá hefði fólk á hraðbergi nýjustu strauma og stefnur í skólastarfi. Það er eitt af því sem við erum að horfa til.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Við horfum virkilega til þess að betur muni ganga að manna í skólum á næsta skólaári miðað við þessa breyttu stöðu í ferðaþjónustunni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fall WOW air og uppsagnir í ferðaþjónustunni sem og víðar hafa gert það að verkum að á annað þúsund manns eru nú án atvinnu og sér vart fyrir endann á þeim samdrætti. Hjúkrunarfræðingar voru eftirsóttur starfskraftur sem flugfreyjur en Vísir greindi frá því fyrir helgi að margar flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá WOW air í síðustu viku hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann með það fyrir augum að snúa aftur til fyrri starfa. Helgi segir vitað mál að kennarar hafi líka verið eftirsóttir í hinum ýmsu störfum ferðaþjónustunnar. Og nú þegar kreppi að í þeim geira kunni að slakna á mannekluvandræðum. Þar á meðal í menntunar- og umönnunarstörfum. „Í ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustunni hefur þetta nám, bæði grunn- og leikskólakennara sem snýst svo mikið um mannleg samskipti, verið eftirsótt og þeir farið í störf í ferðaþjónustunni. Maður gerir nú ráð fyrir að einhverjir hugsi sér að koma til baka í starf á leikskólum og í grunnskólum og við erum að skoða málin og fylgjast með,“ segir Helgi vongóður um að betur muni ganga að manna stöður. „Það er bara alltaf þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þegar byggingarkrönum og ferðamönnum fjölgaði var mikið um að starfsfólk færi frá okkur í önnur störf. Eða að fólk sem var að koma inn á vinnumarkaðinn horfði frekar til ferðaþjónustu en skólanna. En við þurfum auðvitað nýliðun líka.“ Helgi segir Íslendinga ekki þekkja langtímaatvinnuleysi í raun, það séu alltaf störf. Það bráðvanti fólk í menntunar- og umönnunarstörfin sem kunni nú að leita í jafnvægi. Helgi segir að á teikniborðinu hafi verið að auðvelda fólki að snúa aftur í kennarastarfið, hafi það verið lengi frá. „Eitt af því sem verið hefur á teikniborðinu varðandi framtíðarmönnun í leik- og grunnskólum er að mýkja höggið með símenntunarnámskeiði. Þá hefði fólk á hraðbergi nýjustu strauma og stefnur í skólastarfi. Það er eitt af því sem við erum að horfa til.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33