Erlent

Serbar mótmæla við landamæri Kosovo

Franskir friðargæsluliðar Nato í Kosovo við landamærastöð í Jarinje.
Franskir friðargæsluliðar Nato í Kosovo við landamærastöð í Jarinje. MYND/AFP

Hundruð fyrrverandi serbneskra hermanna hafa í morgun mótmælt sjálfstæði Kosovo með því að henda steinum að óeirðarlögreglu Kosovo við landamæri Kosovo og Serbíu. Fréttamaður Reuters á staðnum á staðnum greindi frá þessu.

Kosovolögreglan fékk stuðnin Tekkneskra herdeilda í óeirðabúningum. Þeir voru tilbúnir að keyra mótmælendurnar frá hliðinu þar sem brennandi hjólbarðar sendu frá sér þykkan svartan reyk.

Friðargæslulið undir stjórn Nato er ákveðið í að hindra að atburðir þriðjudagsins endurtaki sig, en þá kveiktu serbar í tveimur landamærastöðvum og skemmdu þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×