„Við verðum að fara í slökkvistarf núna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2020 13:50 Gullfoss er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Vísir/Vilhelm Hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason og Kristrún Frostadóttir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var efnahagsástandið rætt umbúðalaust. Hagfræðingarnir tveir voru sammála um að ríkið þurfi að gera meira fyrir fyrirtækin í landinu. Nú sé tíminn til að hefja slökkvistarf, bregðast við og setja mikið fjármagn í að reyna að bjarga þeim fyrirtækjum sem verði bjargað. Á einhverjum tímapunkti þurfi að sjálfsögðu að hætta björgun en það sé ekki strax. „Við verðum að hugsa eftir ár, eftir tvö, eftir þrjú, eftir fjögur ár: Hvar á viðspyrnan að vera í kerfinu? Ef þú tekur fjármagn út úr bönkunum núna þá er minna aflögu til að lána í öflug fjárfestingaverkefni síðar. Það sem ríkið þarf að byrja á að gera er að hætta allri umræðu um hver framtíð Íslands verður, um alla hina geirana sem geta tekið við, um hvernig ferðaþjónustan mun þróast. Við verðum að fara í slökkvistarf núna, það þarf að gefa okkur séns til að hugsa átta, tíu, tólf, fjórtán vikur fram í tímann. Það þarf auðvitað beina styrki til fyrirtækja í landinu, þetta þurfa að vera almennar aðgerðir,“ sagði Kristrún. „Það að ráðast í beina fjárinnspýtingu inn í kerfið, það eru ekki tapaðir peningar. Við erum að fara að horfa á halla hérna í mörg ár og aðgerðir sem ríkið ræðst í núna munu ákvarða hversu mikill halli verður á næsta ári og þarnæsta ári,“ sagði Kristrún. „Það er enginn að tala um að við förum af stað í einhvern fáránlegan hallarekstur til lengri tíma þar sem er verið að fjármagna öll gæluverkefni.“ Hún segir ríkisstjórnina þurfa að spyrja sig að því hvort vilji sé fyrir hendi til að gera eitthvað og hvort það sé efnahagslega arðbært. „Er efnahagslega arðbært að kaupa okkur smá tíma núna í nokkrar vikur til þess að við sjáum ekki fjöldagjaldþrot hjá fyrirtækjum sem eiga séns undir venjulegum kringumstæðum vegna þess að við erum með eigin mynt, við erum með eigin seðlabanka, við erum með eigin fjármálastjórn, við erum með rúma skuldastöðu. Við skuldum ferðaþjónustunni það að gefa þeim smá „breik“ akkúrat núna.“ Hún segir að nú sé mikilvægt að kaupa tíma til þess að hægt verði að taka langtímaákvarðanir og ekki gera það í flýti. Ásgeir Brynjar fullyrti það að kreppan sé verri nú en 2008. Hún sé allt öðruvísi og gerist mun hraðar en Hrunið gerði. Til dæmis væri bandaríski seðlabankinn hafi pumpað jafn miklum fjárhæðum út daglega í lok mars eins og hann gerði mánaðarlega í Hruninu 2008. „Það er hægt að gera skaðann verri með því að vera of sein að bregðast við, með því að bregðast við á rangan hátt,“ sagði Ásgeir. Þá sagði Kristrún málið snúast um langtímajafnvægi: „Það er ekki góð stefna að reka ríkissjóð til lengri tíma á halla. Það á heilt yfir að vera jafnvægi í útgjöldum og tekjum ríkissjóðs. Ef það er of mikill afgangur þýðir það að ríkið er að skattleggja allt of mikið og ekki að eyða nóg. Ef það er of mikill halli er það öfugt.“ „Ríkið gegnir mjög mikilvægu hlutverki í efnahagslífinu á tímum sem þessum,“ sagði hún og sagðist hafa orðið vör við umræðu um að ríkið skapi ekki verðmæti, verðmætin töpuðust í einkageiranum og ekkert væri við því að gera, og vonaðist hún til að þessi umræða færi aðeins fram í litlum hópi. „Út frá faglegu mati er þetta bara vitleysa. Þetta er augljóslega ekki rétt. Er ekkert verðmæti af ríkinu? Það er heilmikið verðmæti sem felst í því að þú ert með stofnun sem getur dregið úr áfalli og breitt því yfir langan tíma sem einkastofnanir eru ekki að taka að sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Sprengisandur Tengdar fréttir Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrásetningargjöld Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. 26. apríl 2020 11:53 Áform um endurræsingu hagkerfisins velta ekki á ónæmi þeirra sem hefur batnað Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. 25. apríl 2020 23:41 Segir einum kafla stríðsins við veiruna lokið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nú megi segja að einum kafla í stríðinu við kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19 sé lokið. 25. apríl 2020 14:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason og Kristrún Frostadóttir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var efnahagsástandið rætt umbúðalaust. Hagfræðingarnir tveir voru sammála um að ríkið þurfi að gera meira fyrir fyrirtækin í landinu. Nú sé tíminn til að hefja slökkvistarf, bregðast við og setja mikið fjármagn í að reyna að bjarga þeim fyrirtækjum sem verði bjargað. Á einhverjum tímapunkti þurfi að sjálfsögðu að hætta björgun en það sé ekki strax. „Við verðum að hugsa eftir ár, eftir tvö, eftir þrjú, eftir fjögur ár: Hvar á viðspyrnan að vera í kerfinu? Ef þú tekur fjármagn út úr bönkunum núna þá er minna aflögu til að lána í öflug fjárfestingaverkefni síðar. Það sem ríkið þarf að byrja á að gera er að hætta allri umræðu um hver framtíð Íslands verður, um alla hina geirana sem geta tekið við, um hvernig ferðaþjónustan mun þróast. Við verðum að fara í slökkvistarf núna, það þarf að gefa okkur séns til að hugsa átta, tíu, tólf, fjórtán vikur fram í tímann. Það þarf auðvitað beina styrki til fyrirtækja í landinu, þetta þurfa að vera almennar aðgerðir,“ sagði Kristrún. „Það að ráðast í beina fjárinnspýtingu inn í kerfið, það eru ekki tapaðir peningar. Við erum að fara að horfa á halla hérna í mörg ár og aðgerðir sem ríkið ræðst í núna munu ákvarða hversu mikill halli verður á næsta ári og þarnæsta ári,“ sagði Kristrún. „Það er enginn að tala um að við förum af stað í einhvern fáránlegan hallarekstur til lengri tíma þar sem er verið að fjármagna öll gæluverkefni.“ Hún segir ríkisstjórnina þurfa að spyrja sig að því hvort vilji sé fyrir hendi til að gera eitthvað og hvort það sé efnahagslega arðbært. „Er efnahagslega arðbært að kaupa okkur smá tíma núna í nokkrar vikur til þess að við sjáum ekki fjöldagjaldþrot hjá fyrirtækjum sem eiga séns undir venjulegum kringumstæðum vegna þess að við erum með eigin mynt, við erum með eigin seðlabanka, við erum með eigin fjármálastjórn, við erum með rúma skuldastöðu. Við skuldum ferðaþjónustunni það að gefa þeim smá „breik“ akkúrat núna.“ Hún segir að nú sé mikilvægt að kaupa tíma til þess að hægt verði að taka langtímaákvarðanir og ekki gera það í flýti. Ásgeir Brynjar fullyrti það að kreppan sé verri nú en 2008. Hún sé allt öðruvísi og gerist mun hraðar en Hrunið gerði. Til dæmis væri bandaríski seðlabankinn hafi pumpað jafn miklum fjárhæðum út daglega í lok mars eins og hann gerði mánaðarlega í Hruninu 2008. „Það er hægt að gera skaðann verri með því að vera of sein að bregðast við, með því að bregðast við á rangan hátt,“ sagði Ásgeir. Þá sagði Kristrún málið snúast um langtímajafnvægi: „Það er ekki góð stefna að reka ríkissjóð til lengri tíma á halla. Það á heilt yfir að vera jafnvægi í útgjöldum og tekjum ríkissjóðs. Ef það er of mikill afgangur þýðir það að ríkið er að skattleggja allt of mikið og ekki að eyða nóg. Ef það er of mikill halli er það öfugt.“ „Ríkið gegnir mjög mikilvægu hlutverki í efnahagslífinu á tímum sem þessum,“ sagði hún og sagðist hafa orðið vör við umræðu um að ríkið skapi ekki verðmæti, verðmætin töpuðust í einkageiranum og ekkert væri við því að gera, og vonaðist hún til að þessi umræða færi aðeins fram í litlum hópi. „Út frá faglegu mati er þetta bara vitleysa. Þetta er augljóslega ekki rétt. Er ekkert verðmæti af ríkinu? Það er heilmikið verðmæti sem felst í því að þú ert með stofnun sem getur dregið úr áfalli og breitt því yfir langan tíma sem einkastofnanir eru ekki að taka að sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Sprengisandur Tengdar fréttir Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrásetningargjöld Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. 26. apríl 2020 11:53 Áform um endurræsingu hagkerfisins velta ekki á ónæmi þeirra sem hefur batnað Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. 25. apríl 2020 23:41 Segir einum kafla stríðsins við veiruna lokið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nú megi segja að einum kafla í stríðinu við kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19 sé lokið. 25. apríl 2020 14:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrásetningargjöld Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. 26. apríl 2020 11:53
Áform um endurræsingu hagkerfisins velta ekki á ónæmi þeirra sem hefur batnað Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. 25. apríl 2020 23:41
Segir einum kafla stríðsins við veiruna lokið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nú megi segja að einum kafla í stríðinu við kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19 sé lokið. 25. apríl 2020 14:33