Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2020 18:45 Fjöldi lögreglumanna helst ekki í hendur við gerð samfélagsins og býr ekki yfir nægilegum styrk að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Formaður Landssamband lögreglumanna segir átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. Í Kompás sem birtur var á Vísi í morgun var farið yfir stöðuna í löggæslumálum á Íslandi og birt sláandi myndband þar sem lögreglumenn á Suðurlandi veittu ö lvuðum ökumanni eftirför. Sá stofnaði lífi fjölda manns í hættu með hátterni sínu og keyrði meðal annars lögreglubíl út af veginum. Einungis níu dagar eru síðan ökumaður undir áhrifum ók framan á annan bíl á Sandgerðisvegi en lögreglan veiti ökumanninum eftirför. Í árekstrinum slösuðust tveir í öðrum bíl, þar af annar þeirra alvarlega. Sjá einnig: Eftirför endaði með ósköpum Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af álaginu Lögreglumenn sem rætt var við eru sammála um að aukin harka og ofbeldi mæti þeim í útköllum sem þeir sinna. „Við höfum svo sem margítrekað bent á það að álagið er orðið gríðarlegt og búið að vera gríðarlegt lengi,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum fjölgar, samanlagt jafnvel í tugum prósenta. Árið tvö þúsund og átján voru menntaðir lögreglumenn á Íslandi 613 og íbúafjöldinn rúmlega 348 þúsund. Að því viðbættu komu tæplega tvær komma fjórar milljónir ferðamanna til landsins. Árið 2004 voru lögreglumenn 669 á meðan íbúafjöldinn var í rúmlega 293 þúsund. Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/Baldur Hrafnkell Hefur talað fyrir daufum eyrum átta dómsmálaráðherra Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir að árið 2013 hafi innanríkisráðherra verið bent á að menntaðir lögreglumenn þyrftu að vera 840. Síðan þá hefur samfélagið þróast en frekar og ferðamannastraumurinn gríðarlegur. „Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Nú ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt. Það er glapræði hvernig þessum málum er háttað í dag og enn og aftur við erum búin að margítreka og benda á þessar staðreyndir sem að birtust í skýrslu ríkislögreglustóra til ráðuneytisins fyrir nokkrum vikum síðan, sem er ekkert nema staðfesting á því sem við höfum áður haldið fram,“ segir Snorri. Kompás Lögreglan Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Fjöldi lögreglumanna helst ekki í hendur við gerð samfélagsins og býr ekki yfir nægilegum styrk að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Formaður Landssamband lögreglumanna segir átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. Í Kompás sem birtur var á Vísi í morgun var farið yfir stöðuna í löggæslumálum á Íslandi og birt sláandi myndband þar sem lögreglumenn á Suðurlandi veittu ö lvuðum ökumanni eftirför. Sá stofnaði lífi fjölda manns í hættu með hátterni sínu og keyrði meðal annars lögreglubíl út af veginum. Einungis níu dagar eru síðan ökumaður undir áhrifum ók framan á annan bíl á Sandgerðisvegi en lögreglan veiti ökumanninum eftirför. Í árekstrinum slösuðust tveir í öðrum bíl, þar af annar þeirra alvarlega. Sjá einnig: Eftirför endaði með ósköpum Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af álaginu Lögreglumenn sem rætt var við eru sammála um að aukin harka og ofbeldi mæti þeim í útköllum sem þeir sinna. „Við höfum svo sem margítrekað bent á það að álagið er orðið gríðarlegt og búið að vera gríðarlegt lengi,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna. Lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum fjölgar, samanlagt jafnvel í tugum prósenta. Árið tvö þúsund og átján voru menntaðir lögreglumenn á Íslandi 613 og íbúafjöldinn rúmlega 348 þúsund. Að því viðbættu komu tæplega tvær komma fjórar milljónir ferðamanna til landsins. Árið 2004 voru lögreglumenn 669 á meðan íbúafjöldinn var í rúmlega 293 þúsund. Snorri Magnússon, formaður Landssamband lögreglumanna.Vísir/Baldur Hrafnkell Hefur talað fyrir daufum eyrum átta dómsmálaráðherra Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir að árið 2013 hafi innanríkisráðherra verið bent á að menntaðir lögreglumenn þyrftu að vera 840. Síðan þá hefur samfélagið þróast en frekar og ferðamannastraumurinn gríðarlegur. „Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Nú ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt. Það er glapræði hvernig þessum málum er háttað í dag og enn og aftur við erum búin að margítreka og benda á þessar staðreyndir sem að birtust í skýrslu ríkislögreglustóra til ráðuneytisins fyrir nokkrum vikum síðan, sem er ekkert nema staðfesting á því sem við höfum áður haldið fram,“ segir Snorri.
Kompás Lögreglan Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00
Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54