Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 13:15 Virkjun HS Orku í Svartsengi er skammt frá fjallinu Þorbirni. vísir/vilhelm Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna þessa. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið en Þorbjörn er skammt frá Grindavík og virkjun HS Orku í Svartsengi. „Við erum í góðu sambandi við yfirvöld almannavarna, höfum sótt fundi þeirra og fylgst vel með. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að langmestar líkur eru á því að þessar jarðhræringar hafi ekki teljandi áhrif á svæðinu en vegna staðsetningar og nálægðar við byggð þá er eftirlit aukið. Við höfum okkar viðbragðsáætlanir innanhúss og höfum farið yfir þær. Við höldum samt áfram okkar venjulega rekstri en eigum okkar viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur í ljós,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.aðsend Vísindamenn hafa talað um að versta sviðsmyndin geri ráð fyrir hraungosi á svæðinu á allt að tíu kílómetra langri sprungu, en gosið yrði minna en í Holuhrauni. Önnur sviðsmynd sem vísindamenn hafa nefnt er að það myndist gangur og innskot sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Spurður út í verstu sviðsmyndina sem HS Orka vinni út frá segir Tómas allar mögulegar sviðsmyndir skoðaðar. „Og við erum með áætlanir við því sem getur komið upp. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega því mestu líkurnar eru, eins og vísindamenn segja, að engin þessara sviðsmynda hafi einhver teljandi áhrif. En við höfum okkar áætlanir og metum jafnharðan hvað kemur upp og bregðumst við eins og viðeigandi er.“En gæti orðið rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eða jafnvel vatnslaust? „Við teljum engar líkur á því og teljum líka að kerfið gæti vel brugðist við rafmagnsleysi. Við erum með tvær virkjanir, Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun. Þessar jarðhræringar eru nálægt Svartsengi en ekki Reykjanesi. Svo erum við náttúrulega líka að framleiða heitt og kalt vatn en eins og sakir standa þá er algjörlega óábyrgt að vera að velta upp einhverjum mismunandi kostum. Við erum með okkar áætlanir ef eitthvað kemur upp og teljum okkur geta brugðist við í flestum tilfellum,“ segir Tómas. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna þessa. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið en Þorbjörn er skammt frá Grindavík og virkjun HS Orku í Svartsengi. „Við erum í góðu sambandi við yfirvöld almannavarna, höfum sótt fundi þeirra og fylgst vel með. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að langmestar líkur eru á því að þessar jarðhræringar hafi ekki teljandi áhrif á svæðinu en vegna staðsetningar og nálægðar við byggð þá er eftirlit aukið. Við höfum okkar viðbragðsáætlanir innanhúss og höfum farið yfir þær. Við höldum samt áfram okkar venjulega rekstri en eigum okkar viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur í ljós,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.aðsend Vísindamenn hafa talað um að versta sviðsmyndin geri ráð fyrir hraungosi á svæðinu á allt að tíu kílómetra langri sprungu, en gosið yrði minna en í Holuhrauni. Önnur sviðsmynd sem vísindamenn hafa nefnt er að það myndist gangur og innskot sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Spurður út í verstu sviðsmyndina sem HS Orka vinni út frá segir Tómas allar mögulegar sviðsmyndir skoðaðar. „Og við erum með áætlanir við því sem getur komið upp. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega því mestu líkurnar eru, eins og vísindamenn segja, að engin þessara sviðsmynda hafi einhver teljandi áhrif. En við höfum okkar áætlanir og metum jafnharðan hvað kemur upp og bregðumst við eins og viðeigandi er.“En gæti orðið rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eða jafnvel vatnslaust? „Við teljum engar líkur á því og teljum líka að kerfið gæti vel brugðist við rafmagnsleysi. Við erum með tvær virkjanir, Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun. Þessar jarðhræringar eru nálægt Svartsengi en ekki Reykjanesi. Svo erum við náttúrulega líka að framleiða heitt og kalt vatn en eins og sakir standa þá er algjörlega óábyrgt að vera að velta upp einhverjum mismunandi kostum. Við erum með okkar áætlanir ef eitthvað kemur upp og teljum okkur geta brugðist við í flestum tilfellum,“ segir Tómas.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57