„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 09:58 Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við, segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. landmælingar Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn telja líklegast að kvikusöfnun sé undir svæðinu við fjallið. „Við höfum náttúrulega nýja punkta frá GPS-mælunum. Það sýnir áframhald á þessari þenslu sem við rákum okkur á í gær. Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út, það er það sem við sjáum,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir að í dag og á næstu dögum verði auknar mælingar á svæðinu þar sem skjálftamælanetið verði þétt, komið fyrir fleiri landmælingatækjum auk þess sem það á að gera þyngdarmælingar. Slíkar mælingar geta gefið vísbendingu um hvort raunveruleg kvika sé að safnast fyrir. „Það er þyngdarmælir sem mælir þyngdarsvæðið mjög nákvæmlega. Hann er settur á fyrir fram ákveðna punkta sem hafa verið mældir áður og breytingarnar eru bornar saman við fyrri mælingar. Það getur sýnt hvort það er eðlismassabreyting. Ef þyngdarsviðið breytist örlítið þá geta menn séð og lagt mat á þéttleikann á efninu sem er undir eða breytinguna á því. Ef það er til dæmis að koma inn nýtt efni eða ný kvika sem hefur aðeins öðruvísi eðlismassa en umhverfið þá myndirðu sjá örlitla breytingu,“ segir Benedikt. Hann segir vísindamenn frekar telja að um langtímamál sé að ræða. „Þetta sé að byrja bara og við þurfum að vakta þetta betur næstu árin.“Þú talar um þetta í árum? „Já, það er bara þannig. Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við. Þó að kannski, það sem við höldum og teljum langlíklegast, miðað við hvernig svona kerfi haga sér, að þetta sé byrjunin á löngu ferli sem gæti endað með einhverju kvikuinnskoti, gæti endað með gosi en við höfum náttúrulega enga möguleika á að segja hvenær eða hvar,“ segir Benedikt. Slíkt gæti gerst eftir ár eða áratugi og þá sé auðvitað ekki hægt að útiloka að það gerist eitthvað eftir viku. Það myndi hins vegar koma vísindamönnum mjög á óvart. „Þess vegna bregðumst við svona við en það er mjög ólíklegt og myndi koma okkur á óvart ef það myndi gerast eitthvað svo hratt,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn telja líklegast að kvikusöfnun sé undir svæðinu við fjallið. „Við höfum náttúrulega nýja punkta frá GPS-mælunum. Það sýnir áframhald á þessari þenslu sem við rákum okkur á í gær. Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út, það er það sem við sjáum,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir að í dag og á næstu dögum verði auknar mælingar á svæðinu þar sem skjálftamælanetið verði þétt, komið fyrir fleiri landmælingatækjum auk þess sem það á að gera þyngdarmælingar. Slíkar mælingar geta gefið vísbendingu um hvort raunveruleg kvika sé að safnast fyrir. „Það er þyngdarmælir sem mælir þyngdarsvæðið mjög nákvæmlega. Hann er settur á fyrir fram ákveðna punkta sem hafa verið mældir áður og breytingarnar eru bornar saman við fyrri mælingar. Það getur sýnt hvort það er eðlismassabreyting. Ef þyngdarsviðið breytist örlítið þá geta menn séð og lagt mat á þéttleikann á efninu sem er undir eða breytinguna á því. Ef það er til dæmis að koma inn nýtt efni eða ný kvika sem hefur aðeins öðruvísi eðlismassa en umhverfið þá myndirðu sjá örlitla breytingu,“ segir Benedikt. Hann segir vísindamenn frekar telja að um langtímamál sé að ræða. „Þetta sé að byrja bara og við þurfum að vakta þetta betur næstu árin.“Þú talar um þetta í árum? „Já, það er bara þannig. Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við. Þó að kannski, það sem við höldum og teljum langlíklegast, miðað við hvernig svona kerfi haga sér, að þetta sé byrjunin á löngu ferli sem gæti endað með einhverju kvikuinnskoti, gæti endað með gosi en við höfum náttúrulega enga möguleika á að segja hvenær eða hvar,“ segir Benedikt. Slíkt gæti gerst eftir ár eða áratugi og þá sé auðvitað ekki hægt að útiloka að það gerist eitthvað eftir viku. Það myndi hins vegar koma vísindamönnum mjög á óvart. „Þess vegna bregðumst við svona við en það er mjög ólíklegt og myndi koma okkur á óvart ef það myndi gerast eitthvað svo hratt,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02
„Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30