Agger treysti ekki lengur orðum Rodgers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2015 10:45 Daniel Agger. Vísir/Getty Danski varnarmaðurinn Daniel Agger hefur nú gert upp viðskilnað sinn við Liverpool í stóru viðtali við danska tímaritið Euroman. Agger hætti frekar óvænt hjá enska úrvalsdeildarfélaginu eftir síðasta tímabil. Daniel Agger er leikmaður danska liðsins Bröndby í dag en það er ekki langt síðan að það stóð honum til boða að fara til spænska stórliðsins Barcelona. Daniel Agger var gerður að varafyrirliða Liverpool fyrir 2013-14 tímabilið. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlaði þá að byggja liðið í kringum hann og Steven Gerrard. Agger ákvað því að segja nei við tilboði frá Barcelona. Þegar kom inn í tímabilið þá missti Daniel Agger hinsvegar sæti sitt til Mamadou Sakho. Agger vann sig reyndar aftur inn í liðið en það var hinsvegar toppslagur á móti Manchester City sem átti eftir að rústa endanlega sambandi Agger og Rodgers. „Eftir þennan dag þá var engin leið til baka. Ég varð bara að komast í burtu," sagði Daniel Agger við Euroman. Agger hafði spilað sex leiki í röð en meiddist fyrir leik á móti West Ham, síðasta leik liðsins fyrir umræddan toppslag á móti City. „Hnéð mitt var mjög bólgið og það þurfti að tappa af því um 120 millilítrum af blóði. Læknirinn og sjúkraþjálfarinn sögðu að ég mætti ekki undir neinum kringumstæðum spila þennan leik. Ég ætlaði mér samt að spila því ég vildi ekki gefa stjóranum tækifæri á því að leyfa mér ekki að spila á móti Manchester City vikuna eftir. Samkomulagið var þannig að læknirinn og sjúkraþjálfarinn komu skilboðunum til stjórans um að ég ætti að hvíla á móti West Ham svo að ég gæti náð City-leiknum," sagði Daniel Agger. Daniel Agger var ekki í liðinu í leiknum á móti Manchester City heldur umræddur Mamadou Sakho. Daninn spilaði ekki aftur fyrr en í lokaleiknum í maí þar sem hann skoraði í 2-1 sigri á Newcastle. Það reyndist síðan vera síðasti leikur hans fyrir Liverpool. Daniel Agger fór upp á skrifstofu til Brendan Rodgers og ræddi við hann þegar æfingar áttu að byrja fyrir næstu leiktíð. „Ég fór til hans og sagði að hann hafi ekki komið rétt fram við mig. Hann sagðist samt vilja halda mér og að hann hefði not fyrir mig á komandi tímabili. Þetta var í fyrsta sinn sem við töluðum almennilega saman í meira en ár. Við áttum mjög gott samtal en mér fannst orðin hans vera innantóm og gat bara ekki lengur treyst því sem hann sagði," sagði Daniel Agger. Agger yfirgaf því Liverpool og samdi við sitt gamla félag í Danmörku, Bröndby.Daniel Agger í kveðjuleiknum með Liverpool á móti Bröndby.Vísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Danski varnarmaðurinn Daniel Agger hefur nú gert upp viðskilnað sinn við Liverpool í stóru viðtali við danska tímaritið Euroman. Agger hætti frekar óvænt hjá enska úrvalsdeildarfélaginu eftir síðasta tímabil. Daniel Agger er leikmaður danska liðsins Bröndby í dag en það er ekki langt síðan að það stóð honum til boða að fara til spænska stórliðsins Barcelona. Daniel Agger var gerður að varafyrirliða Liverpool fyrir 2013-14 tímabilið. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlaði þá að byggja liðið í kringum hann og Steven Gerrard. Agger ákvað því að segja nei við tilboði frá Barcelona. Þegar kom inn í tímabilið þá missti Daniel Agger hinsvegar sæti sitt til Mamadou Sakho. Agger vann sig reyndar aftur inn í liðið en það var hinsvegar toppslagur á móti Manchester City sem átti eftir að rústa endanlega sambandi Agger og Rodgers. „Eftir þennan dag þá var engin leið til baka. Ég varð bara að komast í burtu," sagði Daniel Agger við Euroman. Agger hafði spilað sex leiki í röð en meiddist fyrir leik á móti West Ham, síðasta leik liðsins fyrir umræddan toppslag á móti City. „Hnéð mitt var mjög bólgið og það þurfti að tappa af því um 120 millilítrum af blóði. Læknirinn og sjúkraþjálfarinn sögðu að ég mætti ekki undir neinum kringumstæðum spila þennan leik. Ég ætlaði mér samt að spila því ég vildi ekki gefa stjóranum tækifæri á því að leyfa mér ekki að spila á móti Manchester City vikuna eftir. Samkomulagið var þannig að læknirinn og sjúkraþjálfarinn komu skilboðunum til stjórans um að ég ætti að hvíla á móti West Ham svo að ég gæti náð City-leiknum," sagði Daniel Agger. Daniel Agger var ekki í liðinu í leiknum á móti Manchester City heldur umræddur Mamadou Sakho. Daninn spilaði ekki aftur fyrr en í lokaleiknum í maí þar sem hann skoraði í 2-1 sigri á Newcastle. Það reyndist síðan vera síðasti leikur hans fyrir Liverpool. Daniel Agger fór upp á skrifstofu til Brendan Rodgers og ræddi við hann þegar æfingar áttu að byrja fyrir næstu leiktíð. „Ég fór til hans og sagði að hann hafi ekki komið rétt fram við mig. Hann sagðist samt vilja halda mér og að hann hefði not fyrir mig á komandi tímabili. Þetta var í fyrsta sinn sem við töluðum almennilega saman í meira en ár. Við áttum mjög gott samtal en mér fannst orðin hans vera innantóm og gat bara ekki lengur treyst því sem hann sagði," sagði Daniel Agger. Agger yfirgaf því Liverpool og samdi við sitt gamla félag í Danmörku, Bröndby.Daniel Agger í kveðjuleiknum með Liverpool á móti Bröndby.Vísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira