Agger treysti ekki lengur orðum Rodgers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2015 10:45 Daniel Agger. Vísir/Getty Danski varnarmaðurinn Daniel Agger hefur nú gert upp viðskilnað sinn við Liverpool í stóru viðtali við danska tímaritið Euroman. Agger hætti frekar óvænt hjá enska úrvalsdeildarfélaginu eftir síðasta tímabil. Daniel Agger er leikmaður danska liðsins Bröndby í dag en það er ekki langt síðan að það stóð honum til boða að fara til spænska stórliðsins Barcelona. Daniel Agger var gerður að varafyrirliða Liverpool fyrir 2013-14 tímabilið. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlaði þá að byggja liðið í kringum hann og Steven Gerrard. Agger ákvað því að segja nei við tilboði frá Barcelona. Þegar kom inn í tímabilið þá missti Daniel Agger hinsvegar sæti sitt til Mamadou Sakho. Agger vann sig reyndar aftur inn í liðið en það var hinsvegar toppslagur á móti Manchester City sem átti eftir að rústa endanlega sambandi Agger og Rodgers. „Eftir þennan dag þá var engin leið til baka. Ég varð bara að komast í burtu," sagði Daniel Agger við Euroman. Agger hafði spilað sex leiki í röð en meiddist fyrir leik á móti West Ham, síðasta leik liðsins fyrir umræddan toppslag á móti City. „Hnéð mitt var mjög bólgið og það þurfti að tappa af því um 120 millilítrum af blóði. Læknirinn og sjúkraþjálfarinn sögðu að ég mætti ekki undir neinum kringumstæðum spila þennan leik. Ég ætlaði mér samt að spila því ég vildi ekki gefa stjóranum tækifæri á því að leyfa mér ekki að spila á móti Manchester City vikuna eftir. Samkomulagið var þannig að læknirinn og sjúkraþjálfarinn komu skilboðunum til stjórans um að ég ætti að hvíla á móti West Ham svo að ég gæti náð City-leiknum," sagði Daniel Agger. Daniel Agger var ekki í liðinu í leiknum á móti Manchester City heldur umræddur Mamadou Sakho. Daninn spilaði ekki aftur fyrr en í lokaleiknum í maí þar sem hann skoraði í 2-1 sigri á Newcastle. Það reyndist síðan vera síðasti leikur hans fyrir Liverpool. Daniel Agger fór upp á skrifstofu til Brendan Rodgers og ræddi við hann þegar æfingar áttu að byrja fyrir næstu leiktíð. „Ég fór til hans og sagði að hann hafi ekki komið rétt fram við mig. Hann sagðist samt vilja halda mér og að hann hefði not fyrir mig á komandi tímabili. Þetta var í fyrsta sinn sem við töluðum almennilega saman í meira en ár. Við áttum mjög gott samtal en mér fannst orðin hans vera innantóm og gat bara ekki lengur treyst því sem hann sagði," sagði Daniel Agger. Agger yfirgaf því Liverpool og samdi við sitt gamla félag í Danmörku, Bröndby.Daniel Agger í kveðjuleiknum með Liverpool á móti Bröndby.Vísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Sjá meira
Danski varnarmaðurinn Daniel Agger hefur nú gert upp viðskilnað sinn við Liverpool í stóru viðtali við danska tímaritið Euroman. Agger hætti frekar óvænt hjá enska úrvalsdeildarfélaginu eftir síðasta tímabil. Daniel Agger er leikmaður danska liðsins Bröndby í dag en það er ekki langt síðan að það stóð honum til boða að fara til spænska stórliðsins Barcelona. Daniel Agger var gerður að varafyrirliða Liverpool fyrir 2013-14 tímabilið. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlaði þá að byggja liðið í kringum hann og Steven Gerrard. Agger ákvað því að segja nei við tilboði frá Barcelona. Þegar kom inn í tímabilið þá missti Daniel Agger hinsvegar sæti sitt til Mamadou Sakho. Agger vann sig reyndar aftur inn í liðið en það var hinsvegar toppslagur á móti Manchester City sem átti eftir að rústa endanlega sambandi Agger og Rodgers. „Eftir þennan dag þá var engin leið til baka. Ég varð bara að komast í burtu," sagði Daniel Agger við Euroman. Agger hafði spilað sex leiki í röð en meiddist fyrir leik á móti West Ham, síðasta leik liðsins fyrir umræddan toppslag á móti City. „Hnéð mitt var mjög bólgið og það þurfti að tappa af því um 120 millilítrum af blóði. Læknirinn og sjúkraþjálfarinn sögðu að ég mætti ekki undir neinum kringumstæðum spila þennan leik. Ég ætlaði mér samt að spila því ég vildi ekki gefa stjóranum tækifæri á því að leyfa mér ekki að spila á móti Manchester City vikuna eftir. Samkomulagið var þannig að læknirinn og sjúkraþjálfarinn komu skilboðunum til stjórans um að ég ætti að hvíla á móti West Ham svo að ég gæti náð City-leiknum," sagði Daniel Agger. Daniel Agger var ekki í liðinu í leiknum á móti Manchester City heldur umræddur Mamadou Sakho. Daninn spilaði ekki aftur fyrr en í lokaleiknum í maí þar sem hann skoraði í 2-1 sigri á Newcastle. Það reyndist síðan vera síðasti leikur hans fyrir Liverpool. Daniel Agger fór upp á skrifstofu til Brendan Rodgers og ræddi við hann þegar æfingar áttu að byrja fyrir næstu leiktíð. „Ég fór til hans og sagði að hann hafi ekki komið rétt fram við mig. Hann sagðist samt vilja halda mér og að hann hefði not fyrir mig á komandi tímabili. Þetta var í fyrsta sinn sem við töluðum almennilega saman í meira en ár. Við áttum mjög gott samtal en mér fannst orðin hans vera innantóm og gat bara ekki lengur treyst því sem hann sagði," sagði Daniel Agger. Agger yfirgaf því Liverpool og samdi við sitt gamla félag í Danmörku, Bröndby.Daniel Agger í kveðjuleiknum með Liverpool á móti Bröndby.Vísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Sjá meira