Enski boltinn

Di María meiddur og gæti misst af leiknum gegn Gylfa og félögum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ángel di María er tæpur fyrir helgina.
Ángel di María er tæpur fyrir helgina. vísir/getty
Louis van Gaal gæti verið án Ángel di María þegar Manchester United mætir Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Argentínumaðurinn varð fyrir meiðslum á æfingu United í dag, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla, og þurfti að fara til sjúkraþjálfara til aðhlynningar.

Óttast er að Di María hafi meiðst aftur á mjöðm, en hann var frá vegna mjaðmarmeiðsla um jólin. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli aftan í læri.

Louis van Gaal hefur glímt við mikil meiðslavandræði á tímabilinu, en þessa stundina eru Phil Jones og Michael Carrick einnig frá vegna meiðsla.

Hollendingurinn staðfesti þó í dag að samlandi sinn, framherjinn Robin van Persie, verður klár í slaginn gegn Swansea um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×