Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarenda hafa ekki áhrif á flugbraut Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2015 19:07 Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll geta hafist á næstunni eftir að borgarstjórn samþykkti fyrsta áfanga í framkvæmdaleyfi á svæðinu í dag. Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu. En nefndin hefur umboð fram í júni til að skila tillögum sínu um framtíð flugvallar í Reykjavík. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar segir samþykkt borgarstjórnar í dag ekki hreyfa við minnstu braut Reykjavíkurflugvallar. „Þessi fyrsta framkvæmd snýr eingöngu að framkvæmdarvegi svo kölluðum og undirbúningi fyrir uppbyggingu. Þetta er einungis fyrsti áfangi og ég held að þessi fyrsti áfangi hafi í sjálfu sér ekki áhrif á þessa umtöluðu braut,“ segir Hjálmar.Þannig að það mun ekki þurfa að loka henni um og leið og þið samþykkið hér? „Nei, það er ekki þannig,“ bætir hann við. Hins vegar er þetta fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum Valsmanna ehf en borgin mun þurfa að koma að samþykktum skipulags fyrir framhaldið. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir reynsluna síðustu daga sýna að flugbrautin hafi komið að góðum notum fyrir sjúkraflug.En þið óttist væntanlega framhaldið þegar framkvæmdir halda áfram?„Já við óttumst framhaldið. Við lögðum fram tillögu í október þess efnis að borgarstjórn myndi ganga til viðræðna við Valsmenn um það að hnyka til byggingunum þannig að þær kæmust fyrir og neyðarbrautin gæti verið áfram. En það var ekki samþykkt í borgarráði,“ segir Guðfinna Jóhanna. Halldór Halldórsson tekur undir þessi sjónarmið og sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meirihlutinn væri með þessu að stíga skref sem gætu haft gríðarleg áhrif á flug og öryggismál í höfuðborginni. Eðlilegt væri að bíða eftir niðurstöðum Rögnunefndarinnar.Hún hefði umboð fram í júní. Hefði ekki verið hægt að bíða þangað til? „Oddviti Sjálfstæðisflokksins á að vita það að þessi tiltekna braut var aldrei á borði Rögnunefndarinnar. Hún var alltaf tekin út fyrir sviga. Það hafa allir vitað og það er rétt að hafa það í huga að þessi braut var tekin út af aðalskipulagi Reykjavíkur 2007 þegar Sjálfstæðismenn voru hér í meirihluta,“ segir Hjálmar Sveinsson. Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll geta hafist á næstunni eftir að borgarstjórn samþykkti fyrsta áfanga í framkvæmdaleyfi á svæðinu í dag. Minnihlutinn í borgarstjórn óttast framhaldið og telur að rétt hefði verið að bíða niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu. En nefndin hefur umboð fram í júni til að skila tillögum sínu um framtíð flugvallar í Reykjavík. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar segir samþykkt borgarstjórnar í dag ekki hreyfa við minnstu braut Reykjavíkurflugvallar. „Þessi fyrsta framkvæmd snýr eingöngu að framkvæmdarvegi svo kölluðum og undirbúningi fyrir uppbyggingu. Þetta er einungis fyrsti áfangi og ég held að þessi fyrsti áfangi hafi í sjálfu sér ekki áhrif á þessa umtöluðu braut,“ segir Hjálmar.Þannig að það mun ekki þurfa að loka henni um og leið og þið samþykkið hér? „Nei, það er ekki þannig,“ bætir hann við. Hins vegar er þetta fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum Valsmanna ehf en borgin mun þurfa að koma að samþykktum skipulags fyrir framhaldið. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir reynsluna síðustu daga sýna að flugbrautin hafi komið að góðum notum fyrir sjúkraflug.En þið óttist væntanlega framhaldið þegar framkvæmdir halda áfram?„Já við óttumst framhaldið. Við lögðum fram tillögu í október þess efnis að borgarstjórn myndi ganga til viðræðna við Valsmenn um það að hnyka til byggingunum þannig að þær kæmust fyrir og neyðarbrautin gæti verið áfram. En það var ekki samþykkt í borgarráði,“ segir Guðfinna Jóhanna. Halldór Halldórsson tekur undir þessi sjónarmið og sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meirihlutinn væri með þessu að stíga skref sem gætu haft gríðarleg áhrif á flug og öryggismál í höfuðborginni. Eðlilegt væri að bíða eftir niðurstöðum Rögnunefndarinnar.Hún hefði umboð fram í júní. Hefði ekki verið hægt að bíða þangað til? „Oddviti Sjálfstæðisflokksins á að vita það að þessi tiltekna braut var aldrei á borði Rögnunefndarinnar. Hún var alltaf tekin út fyrir sviga. Það hafa allir vitað og það er rétt að hafa það í huga að þessi braut var tekin út af aðalskipulagi Reykjavíkur 2007 þegar Sjálfstæðismenn voru hér í meirihluta,“ segir Hjálmar Sveinsson.
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira