Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. maí 2019 08:00 Rouhani er ekki sáttur við viðskiptaþvinganirnar. Nordicphotos/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, greindi frá því í gær að ríkið væri tímabundið hætt að framfylgja skilmálum Íranssamningsins svokallaða. Það er að segja samnings sem Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Rússland, Kína og Bretland gerðu við Íran um að ríkið myndi leggja kjarnorkuáætlun sína niður í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rifti samningnum af hálfu Bandaríkjanna í maí á síðasta ári hefur framtíð plaggsins verið óljós. Þau aðildarríki sem eftir stóðu hétu því að vinna áfram eftir samningnum en Bandaríkjamenn settu hins vegar á ný viðskiptaþvinganir gegn Írönum. Þessar nýju þvinganir hafa haft neikvæð áhrif á íranskt hagkerfi og var því ómögulegt að halda áfram að framfylgja samningnum, að því er Javad Zarif, íranski utanríkisráðherrann, sagði á Twitter í gær. Samkvæmt Rouhani er hugsanlegt að Íranar muni nú framleiða meira af auðguðu úrani til einkanota. Samningurinn kveður á um að Íranar þurfi að selja úr landi allt auðgað úran sem framleitt er við almenna orkuframleiðslu en efnið er hægt að nýta í framleiðslu kjarnorkuvopna. Forsetinn sagði hins vegar að þetta yrði ekki gert á næstu sextíu dögum og fór fram á það sérstaklega við aðildarríki samningsins að þau myndu vinna með Írönum að því að aflétta hinum bandarísku viðskiptaþvingunum. Annars myndu Íranar vinna auðgað úran fyrir sjálfa sig. Zarif tók í sama streng í tísti sínu og skoraði sérstaklega á evrópsku aðildarríkin. Þau hefðu nú þröngan tímaramma til þess að athafna sig og halda lífi í samningnum. „Ef þessi fimm ríki koma að borðinu og við komumst að samkomulagi, og ef þau samþykkja að vernda olíu- og fjármálageira íranska hagkerfisins, getum við komist aftur á byrjunarreit. Íranska þjóðin og heimurinn allur þurfa að vera meðvituð um það að þetta markar ekki endalok samningsins,“ sagði Rouhani. Ákvörðun Íransstjórnar féll í nokkuð grýttan jarðveg hjá aðildarríkjunum. Dmítríj Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, kenndi Bandaríkjamönnum um hvernig farið hefur fyrir samningnum. Hann sagði að Pútín hefði spáð fyrir um afleiðingar „vanhugsaðrar“ riftunar Bandaríkjamanna. „Nú erum við að sjá þessar spár verða að raunveruleika.“ Florence Parly, franski varnarmálaráðherrann, sagði við franska miðilinn BFM TV að Frakkar vildu ólmir halda lífi í plagginu, ella myndi frekari þvingunum verða beitt gegn Íran. „Það myndi ekkert koma sér verr fyrir Íran í dag en að rifta samningnum.“ Bretar, Kínverjar og Þjóðverjar ræddu sömuleiðis um mikilvægi samningsins. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði að það væri lykilatriði að samningurinn yrði virtur og upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins sagði Þjóðverja staðráðna í því að framfylgja samningnum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, greindi frá því í gær að ríkið væri tímabundið hætt að framfylgja skilmálum Íranssamningsins svokallaða. Það er að segja samnings sem Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Rússland, Kína og Bretland gerðu við Íran um að ríkið myndi leggja kjarnorkuáætlun sína niður í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rifti samningnum af hálfu Bandaríkjanna í maí á síðasta ári hefur framtíð plaggsins verið óljós. Þau aðildarríki sem eftir stóðu hétu því að vinna áfram eftir samningnum en Bandaríkjamenn settu hins vegar á ný viðskiptaþvinganir gegn Írönum. Þessar nýju þvinganir hafa haft neikvæð áhrif á íranskt hagkerfi og var því ómögulegt að halda áfram að framfylgja samningnum, að því er Javad Zarif, íranski utanríkisráðherrann, sagði á Twitter í gær. Samkvæmt Rouhani er hugsanlegt að Íranar muni nú framleiða meira af auðguðu úrani til einkanota. Samningurinn kveður á um að Íranar þurfi að selja úr landi allt auðgað úran sem framleitt er við almenna orkuframleiðslu en efnið er hægt að nýta í framleiðslu kjarnorkuvopna. Forsetinn sagði hins vegar að þetta yrði ekki gert á næstu sextíu dögum og fór fram á það sérstaklega við aðildarríki samningsins að þau myndu vinna með Írönum að því að aflétta hinum bandarísku viðskiptaþvingunum. Annars myndu Íranar vinna auðgað úran fyrir sjálfa sig. Zarif tók í sama streng í tísti sínu og skoraði sérstaklega á evrópsku aðildarríkin. Þau hefðu nú þröngan tímaramma til þess að athafna sig og halda lífi í samningnum. „Ef þessi fimm ríki koma að borðinu og við komumst að samkomulagi, og ef þau samþykkja að vernda olíu- og fjármálageira íranska hagkerfisins, getum við komist aftur á byrjunarreit. Íranska þjóðin og heimurinn allur þurfa að vera meðvituð um það að þetta markar ekki endalok samningsins,“ sagði Rouhani. Ákvörðun Íransstjórnar féll í nokkuð grýttan jarðveg hjá aðildarríkjunum. Dmítríj Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, kenndi Bandaríkjamönnum um hvernig farið hefur fyrir samningnum. Hann sagði að Pútín hefði spáð fyrir um afleiðingar „vanhugsaðrar“ riftunar Bandaríkjamanna. „Nú erum við að sjá þessar spár verða að raunveruleika.“ Florence Parly, franski varnarmálaráðherrann, sagði við franska miðilinn BFM TV að Frakkar vildu ólmir halda lífi í plagginu, ella myndi frekari þvingunum verða beitt gegn Íran. „Það myndi ekkert koma sér verr fyrir Íran í dag en að rifta samningnum.“ Bretar, Kínverjar og Þjóðverjar ræddu sömuleiðis um mikilvægi samningsins. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði að það væri lykilatriði að samningurinn yrði virtur og upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins sagði Þjóðverja staðráðna í því að framfylgja samningnum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira