Erlent

Hvetja Rússa til að framselja Lugovoi

Andrei Lugovoi, fyrrverandi KGB njósnari, er grunaður um morðið á Alexander Litvinenko.
Andrei Lugovoi, fyrrverandi KGB njósnari, er grunaður um morðið á Alexander Litvinenko. MYND/AFP

Evrópusambandið hvetur Rússa til að framselja Andrei Lugovoi, meintan morðingja Alexander Litvinenko, til Bretalands. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Portúgals sendi frá sér í dag en Portúgalar eru nú með forsæti í Evrópusambandinu.

Í yfirlýsingunni lýsir Evrópusambandið yfir vonbrigðum með þá ákvörðun Rússa að framselja Andrei Lugovoi ekki til Bretlands. Eru Rússar hvattir til að falla frá þeirri ákvörðun.

Fyrr í þessari viku ráku Bretar fjóra stjórnarerindreka Rússlands úr landi þar sem Rússar höfðu ekki orðið við óskum Breta um að framselja Lugovoi.

Andrei Lugovoi, fyrrverandi KGB njósnari, er grunaður um að hafa byrlað Alexander Litvinenko geislavirkt eiturefni í nóvember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×