Erlent

Dani týndur í Tasmaníu

Mikil leit er hafin af 21 árs dönskum manni, Kasper Sörensen, sem hefur verið týndur í Tasmaníu undanfarnar tvær vikur. Hann var þar við klifur en bakpoki hans og klifurgræjur fundust á tindi fjalls á eyjunni þann 10 júlí. Enginn hafði heyrt frá honum í viku fyrir þann tíma. Fjölskylda stráksins er nú á leið til Tasmanínu. Ekki eru taldar miklar líkur á því að hann finnist á lífi. Kasper var á ferðalagi umhverfis jörðina og Tasmanía átti að vera hans síðasti viðkomustaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×