Lögmaður Stormy Daniels fundinn sekur um fjárkúgun Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 13:05 Fræðgarstjarna Michaels Avenatti hneig eins snöggulega og hún reis. Hann á nú yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. AP/Craig Ruttle Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi Michael Avenatti, fyrrverandi lögmann klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir fjárkúgun í gær og gæti hann átt allt að 42 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Daniels var skjólstæðingur Avenatti í málaferlum sem tengdust fullyrðingum hennar um að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Avenatti var sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga allt að 25 milljónir dollara, jafnvirði um 3,2 milljarða íslenskra króna, út úr íþróttavöruframleiðandanum Nike. Hann hótaði að birta upplýsingar sem kæmu fyrirtækinu illa. Athyglina sem Avenatti hlaut fyrir að vera lögmaður Daniels nýtti hann sér til að gerast áberandi gagnrýnandi Trump forseta. Lét hann jafnvel að því liggja að hann gæti sóst eftir að því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi. Á þeim tíma sem Avenatti vann fyrir fyrrverandi yfirmann körfuboltadeildar fyrir ungmenni í Los Angeles hótaði hann lögmanni Nike að halda blaðamannafund þar sem hann myndi saka fyrirtækið um að stunda ólöglegar greiðslur til ungra körfuboltamanna með því sem hann sagði að yrðu skelfilegar afleiðingar fyrir hlutabréfaverð þess, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nike tilkynnti hótun Avenatti samstundis til alríkissaksóknara og var Avenatti handtekinn skömmu eftir að hann tilkynnti um blaðamannafund sem hann ætlaði að halda og upplýsa um meiriháttar hneyksli í kringum Nike. Saksóknarar sögðu kviðdóminum að Avenatti hafi á þessum tíma skuldað um ellefu milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarða íslenskra króna. Daniels, sem hefur sakað Avenatti um að stela frá sér, hafði litla samúð með fyrrverandi lögmanni sínum í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna málsins. Henni kæmi ekki á óvart að óheiðarleiki Avenatti hefði verið afhjúpaður. „Þó að niðurstaðan sé klárlega sanngjörn þykir mér þetta leitt fyrir hönd barnanna hans og mér líður kjánalega að hafa trúað lygum hans svo lengi,“ sagði hún. View this post on Instagram My statement on Michael Avenatti A post shared by stormydaniels (@thestormydaniels) on Feb 14, 2020 at 2:38pm PST Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi Michael Avenatti, fyrrverandi lögmann klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir fjárkúgun í gær og gæti hann átt allt að 42 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Daniels var skjólstæðingur Avenatti í málaferlum sem tengdust fullyrðingum hennar um að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Avenatti var sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga allt að 25 milljónir dollara, jafnvirði um 3,2 milljarða íslenskra króna, út úr íþróttavöruframleiðandanum Nike. Hann hótaði að birta upplýsingar sem kæmu fyrirtækinu illa. Athyglina sem Avenatti hlaut fyrir að vera lögmaður Daniels nýtti hann sér til að gerast áberandi gagnrýnandi Trump forseta. Lét hann jafnvel að því liggja að hann gæti sóst eftir að því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi. Á þeim tíma sem Avenatti vann fyrir fyrrverandi yfirmann körfuboltadeildar fyrir ungmenni í Los Angeles hótaði hann lögmanni Nike að halda blaðamannafund þar sem hann myndi saka fyrirtækið um að stunda ólöglegar greiðslur til ungra körfuboltamanna með því sem hann sagði að yrðu skelfilegar afleiðingar fyrir hlutabréfaverð þess, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nike tilkynnti hótun Avenatti samstundis til alríkissaksóknara og var Avenatti handtekinn skömmu eftir að hann tilkynnti um blaðamannafund sem hann ætlaði að halda og upplýsa um meiriháttar hneyksli í kringum Nike. Saksóknarar sögðu kviðdóminum að Avenatti hafi á þessum tíma skuldað um ellefu milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarða íslenskra króna. Daniels, sem hefur sakað Avenatti um að stela frá sér, hafði litla samúð með fyrrverandi lögmanni sínum í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna málsins. Henni kæmi ekki á óvart að óheiðarleiki Avenatti hefði verið afhjúpaður. „Þó að niðurstaðan sé klárlega sanngjörn þykir mér þetta leitt fyrir hönd barnanna hans og mér líður kjánalega að hafa trúað lygum hans svo lengi,“ sagði hún. View this post on Instagram My statement on Michael Avenatti A post shared by stormydaniels (@thestormydaniels) on Feb 14, 2020 at 2:38pm PST
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00
Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45
Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01