„Eins og að fara í bardaga með byssu en engum kúlum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2020 08:30 Mourinho klappar leikmönnum sínum á bakið eftir leikinn í gær. vísir/getty Jose Mourinho, stjóri Tottenham, lét allt flakka eftir að lærisveinar hans töpuðu 1-0 fyrir Leipzig á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Leipzig var mun sterkari aðilinn, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, en Tottenham var heppið að vera bara 1-0 undir í hálfleik. Fyrsta spurning fréttamanns BT Sport eftir leikinn snérist um hvort að áhorfendur hafi fengið að sjá hið alvöru „Spurs“ eftir skiptingar Mourinho í síðari hálfleik. „Hvað ertu að meina með alvöru „Spurs“? Láttu ekki svona, verum hreinskilnir við strákanna og segjum þeim að þeir gerðu allt sem þeir gátu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. „Veistu hvað Lamela náði mörgum æfingum fyrir leikinn? Engri. Kom úr meiðslum í meðhöndlun með sjúkraþjálfaranum og í 20 mínútur í Meistaradeildinni.“ Portúgalinn segir að liðið sakni greinilega og eðlilega, þeirra Harry Keane og Son Heung-min. „Þú verður að sjá hvernig við erum á þessu augnabliki. Þetta er eins og að fara í bardaga með byssu með engum kúlum. Þú getur sagt að við vorum heppnir en markvörðurinn varði tvisvar frábærlega.“ "It's like to go to a fight with a gun without bullets. We did all we could do." Jose Mourinho on Tottenham's display this evening and injuries amongst the squad...@DesKellyBTSpic.twitter.com/o5rkdMFFDt— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2020 „Ég er ekki áhyggjufullur eftir 1-0. Við getum farið þangað og unnið. Það sem veldur mér áhyggjum er að þetta eru leikmennirnir mínir í næstu mörgum leikjum.“ „Moura var algjörlega dauður, Bergwijn var algjörlega dauður, Lo Celso var algjörlega dauður. Við erum í vandræðum. Ef það væri bara þessi leikur myndi ég segja að það væru engin vandamál en við erum í enska bikarnum og deildinni líka.“ Erik Lamela og Tanguy Ndombele komu með mikinn kraft inn í Tottenham-liðið í síðari hálfleik. Mourinho segir að það hafi þó ekki verið möguleiki fyrir þá að byrja leikinn. „Ekki segja mér að Lamela og Ndombele hafi getað byrjað leikinn því þeir hefðu ekki getað það.“ Að lokum skaut Portúgalinn föstum skotum að fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann kom frá BT Sport en leik Chelsea og Tottenham á laugardaginn var flýtt til klukkan 12.30 að beiðni BT Sport. Klippa: Tottenham - Leipzig 0-1 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00 Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, lét allt flakka eftir að lærisveinar hans töpuðu 1-0 fyrir Leipzig á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Leipzig var mun sterkari aðilinn, þá sér í lagi í fyrri hálfleik, en Tottenham var heppið að vera bara 1-0 undir í hálfleik. Fyrsta spurning fréttamanns BT Sport eftir leikinn snérist um hvort að áhorfendur hafi fengið að sjá hið alvöru „Spurs“ eftir skiptingar Mourinho í síðari hálfleik. „Hvað ertu að meina með alvöru „Spurs“? Láttu ekki svona, verum hreinskilnir við strákanna og segjum þeim að þeir gerðu allt sem þeir gátu,“ sagði Mourinho eftir leikinn. „Veistu hvað Lamela náði mörgum æfingum fyrir leikinn? Engri. Kom úr meiðslum í meðhöndlun með sjúkraþjálfaranum og í 20 mínútur í Meistaradeildinni.“ Portúgalinn segir að liðið sakni greinilega og eðlilega, þeirra Harry Keane og Son Heung-min. „Þú verður að sjá hvernig við erum á þessu augnabliki. Þetta er eins og að fara í bardaga með byssu með engum kúlum. Þú getur sagt að við vorum heppnir en markvörðurinn varði tvisvar frábærlega.“ "It's like to go to a fight with a gun without bullets. We did all we could do." Jose Mourinho on Tottenham's display this evening and injuries amongst the squad...@DesKellyBTSpic.twitter.com/o5rkdMFFDt— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2020 „Ég er ekki áhyggjufullur eftir 1-0. Við getum farið þangað og unnið. Það sem veldur mér áhyggjum er að þetta eru leikmennirnir mínir í næstu mörgum leikjum.“ „Moura var algjörlega dauður, Bergwijn var algjörlega dauður, Lo Celso var algjörlega dauður. Við erum í vandræðum. Ef það væri bara þessi leikur myndi ég segja að það væru engin vandamál en við erum í enska bikarnum og deildinni líka.“ Erik Lamela og Tanguy Ndombele komu með mikinn kraft inn í Tottenham-liðið í síðari hálfleik. Mourinho segir að það hafi þó ekki verið möguleiki fyrir þá að byrja leikinn. „Ekki segja mér að Lamela og Ndombele hafi getað byrjað leikinn því þeir hefðu ekki getað það.“ Að lokum skaut Portúgalinn föstum skotum að fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann kom frá BT Sport en leik Chelsea og Tottenham á laugardaginn var flýtt til klukkan 12.30 að beiðni BT Sport. Klippa: Tottenham - Leipzig 0-1
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00 Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Hetja Leipzig talaði vel um Liverpool eftir leikinn Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 20. febrúar 2020 08:00
Mótmæltu háu miðverði með því að kasta klósettpappír inn á völlinn | Myndband Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 20. febrúar 2020 07:30