Fótbolti

Mót­mæltu háu mið­verði með því að kasta klósett­pappír inn á völlinn | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar

Leipzig vann góðan 1-0 sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld er þau mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrsta og eina mark leiksins gerði Timo Werner úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Þeir þýsku fara því með eins marks forystu fyrir síðari leikinn sem fer fram í Þýskalandi 10. mars.

Síðari hálfleikurinn tafðist hins vegar aðeins því í upphafi hans köstuðu stuðningsmenn Leipzig aragrúa af klósettpappír inn á völlinn. Mestur hluti pappírsins endaði í kringum mark Hugo Lloris.

Með þessu voru þeir að mótmæla háu miðaverði innan fótboltans. Þeir tóku svo upp borða þar sem stóð að laga ætti miðaverð innan knattspyrnunnar. Margir stuðningsmenn Tottenham tóku undir þetta og klöppuðu.

Atvikið má sjá hér efst í fréttinni.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.