Fótbolti

Hetja Leipzig talaði vel um Liver­pool eftir leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Timo Werner fagnar sigurmarkinu ásamt Christopher Nkunku.
Timo Werner fagnar sigurmarkinu ásamt Christopher Nkunku. vísir/getty

Timo Werner, sóknarmaður Leipzig, hrósaði Liverpool í hástert eftir að Leipzig hafði unnið 1-0 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Werner skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en hann hefur verið reglulega orðaður við Evrópumeistarana. Hann var spurður út í þær sögusagnir eftir leikinn.

Klippa: Tottenham - Leipzig 0-1





„Liverpool er á þessum tímapunkti besta liðið í heiminum og þegar maður er orðaður við það lið gerir það mig mjög stoltan,“ sagði Werner í viðtali við Jan Aage Fjortoft eftir leikinn.

„Það er ánægjulegt en ég veit að í Liverpool spila margir mjög góðir leikmenn. Ég þarf að bæta mig og læra marga aðra hluti til að komast í þann gæðaflokk og spila þar.“







„Þetta er vandamálið við Meistaradeildina. Þegar þú vinnur fyrri leikinn á útivelli áttu eftir að gera fullt af hlutum á heimavelli,“ sagði Werner sem minntist á endurkomu Tottenham gegn Ajax á síðasta ári.

„Tottenham er gott lið og þeir sýndu það á síðasta ári að þeir geta komið til baka. Við verðum að gera það sama og í dag. Við erum í góðri stöðu og við munum halda áfram,“ sagði Werner að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×