Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 17:01 Sjúkraliði virðir fyrir sér sótthreinsitæki sem sendir frá sér útfjólubláa UVC-geislun á sjúkrahúsi í Fuenlabrada á Spáni. Vísir/EPA Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. Aðeins er vísað til „nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónuveirunni“ í tilkynningu sem Geislavarnir ríkisins sendu frá sér í dag. Hún kemur aftur á móti í kjölfarið af fréttum af ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær þar sem forsetinn velti upp þeim möguleika að nota útfjólublátt ljós eða jafnvel bleikiefni til að drepa veiruna í fólki. „Ef við gerum ráð fyrir að við skjótum gríðarlegu, hvort sem það er útfjólublátt eða bara mjög öflugt ljós, á líkamann, og ég heldu að þú hafir sagt að það hafi ekki verið prófað en þið ætlið að prófa það. Og síðan, sagði ég, ef við gerum ráð fyrir að við kæmum með ljósið inn í líkamann, sem maður getur annað hvort gert í gegnum húðina eða á einhvern annan hátt,“ sagði forsetinn við einn embættismanna sinna á fundinum. Bandarískir læknar hafa varað við því að þessu ummæli forsetans gætu verið hættuleg reyni fólk þessar aðferðir á sjálfu sér. Geislavarnir nefna ekki ummæli Trump sérstaklega í tilkynningu sinni. Getur veikt ónæmiskerfi og valdið krabbameini Fjarri því að drepa veirur í fólki getur útfjólublá geislun veikt ónæmiskerfi líkamans. Því ætti veikt fólk að ferðast sterkt sólskin óháð því hvaða sjúkdómur hrjái það, að því er segir í tilkynningu Geislavarna. Útfjólublá geislun sé auk þess krabbameinsvaldandi, jafnvel í minni styrk en þarf til sótthreinsunar. Hún sé hættuleg bæði augum og húð, jafnvel í skamma stund. Ummæli Trump í gær komu í kjölfar þess að embættismaður kynnti niðurstöður rannsóknar sem bentu til þess að bleikiefni og útfjólublátt ljós drepi eða veiki kórónuveiruna hratt á yfirborðsflötum. Geislavarnir árétta að í þessu samhengi sé átt við svonefnda UVC-útfjólubláa geislun. Hún sé notuð til sótthreinsunar margskonar yfirborðs og vatns. „Þessi aðferð er hins vegar alls ekki nothæf til að eyða kórón[u]veirunni í mönnum, hvorki inni í líkamanum né á húð. Til þess er geislunin of skaðleg, auk þess sem hún næði ekki til veirunnar inni í líkamanum,“ segir í tilkynningunni. Lofthjúpur jarðar síar UVC-geislun og er því ekki hluti af því sólarljósi sem jarðarbúar eru vanir. „Útfjólublá geislun er hagnýtt í ýmsu skyni en aldrei til að drepa veirur í fólki,“ segir í tilkynningunni. Hvíta húsið hefur reynt að verja ummæli Trump forseta í dag með þeim rökum að hann hafi einnig ráðlagt fólki að leita læknisráða um meðferð við kórónuveirunni. Sakar það fjölmiðla um að hafa slitið ummæli forsetans úr samhengi. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. Aðeins er vísað til „nýlegrar umræðu um skynsamlegar varnir og viðbrögð gegn kórónuveirunni“ í tilkynningu sem Geislavarnir ríkisins sendu frá sér í dag. Hún kemur aftur á móti í kjölfarið af fréttum af ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær þar sem forsetinn velti upp þeim möguleika að nota útfjólublátt ljós eða jafnvel bleikiefni til að drepa veiruna í fólki. „Ef við gerum ráð fyrir að við skjótum gríðarlegu, hvort sem það er útfjólublátt eða bara mjög öflugt ljós, á líkamann, og ég heldu að þú hafir sagt að það hafi ekki verið prófað en þið ætlið að prófa það. Og síðan, sagði ég, ef við gerum ráð fyrir að við kæmum með ljósið inn í líkamann, sem maður getur annað hvort gert í gegnum húðina eða á einhvern annan hátt,“ sagði forsetinn við einn embættismanna sinna á fundinum. Bandarískir læknar hafa varað við því að þessu ummæli forsetans gætu verið hættuleg reyni fólk þessar aðferðir á sjálfu sér. Geislavarnir nefna ekki ummæli Trump sérstaklega í tilkynningu sinni. Getur veikt ónæmiskerfi og valdið krabbameini Fjarri því að drepa veirur í fólki getur útfjólublá geislun veikt ónæmiskerfi líkamans. Því ætti veikt fólk að ferðast sterkt sólskin óháð því hvaða sjúkdómur hrjái það, að því er segir í tilkynningu Geislavarna. Útfjólublá geislun sé auk þess krabbameinsvaldandi, jafnvel í minni styrk en þarf til sótthreinsunar. Hún sé hættuleg bæði augum og húð, jafnvel í skamma stund. Ummæli Trump í gær komu í kjölfar þess að embættismaður kynnti niðurstöður rannsóknar sem bentu til þess að bleikiefni og útfjólublátt ljós drepi eða veiki kórónuveiruna hratt á yfirborðsflötum. Geislavarnir árétta að í þessu samhengi sé átt við svonefnda UVC-útfjólubláa geislun. Hún sé notuð til sótthreinsunar margskonar yfirborðs og vatns. „Þessi aðferð er hins vegar alls ekki nothæf til að eyða kórón[u]veirunni í mönnum, hvorki inni í líkamanum né á húð. Til þess er geislunin of skaðleg, auk þess sem hún næði ekki til veirunnar inni í líkamanum,“ segir í tilkynningunni. Lofthjúpur jarðar síar UVC-geislun og er því ekki hluti af því sólarljósi sem jarðarbúar eru vanir. „Útfjólublá geislun er hagnýtt í ýmsu skyni en aldrei til að drepa veirur í fólki,“ segir í tilkynningunni. Hvíta húsið hefur reynt að verja ummæli Trump forseta í dag með þeim rökum að hann hafi einnig ráðlagt fólki að leita læknisráða um meðferð við kórónuveirunni. Sakar það fjölmiðla um að hafa slitið ummæli forsetans úr samhengi.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26