Fótbolti

„Virðist hafa verið einhver snákur innan herbúða Arsenal“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mesut Özil gerði einn ótrúlegasta samning knattspyrnusögunnar þegar hann framlengdi við Arsenal í fyrra.
Mesut Özil gerði einn ótrúlegasta samning knattspyrnusögunnar þegar hann framlengdi við Arsenal í fyrra. Getty/Stuart MacFarlane

Hjörvar Hafliðason sparkspekingur segir að það sé einhver snákur innan Arsenal. Það leki mikið og hafi gert síðustu ár en í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni var rætt um þær sögusagnir um að Mesut Özil hafi neitað að taka á sig launalækkun.

Özil er með 350 þúsund pund á viku hjá Skyttunum en fyrr í vikunni var tilkynnt að leikmenn og þjálfarar félagsins myndu taka á sig 12,5% launalækkun. Það bárust svo fregnir af því að sá þýski hafi neitað þessu og viljað halda í sín laun.

„Þetta virðist hafa verið einhver snákur innan herbúða Arsenal. Það lekur mikið út úr Arsenal og hefur gert í nokkur ár. Það má alveg reyndar taka þessu með smá fyrirvara því þegar ég pikkaði í þig þá var þessi fyrirvari ekki kominn á þetta,“ sagði Hjörvar.

„Hann er með uppgefinn laun af fjölmiðlum 350 þúsund pund á viku. Það eru mjög ósanngjörn laun. Það er ástæða fyrir því að Real fór að vinna titla. Þeir losuðu sig við þennan skemmtiskokkara,“ sagði Hjörvar sem dró svo aðeins orð sín til baka.

„Nei, nei. Hann varð svo heimsmeistari og svoleiðis en hann er ekki búinn að vera góður síðustu þrjú eða fjögur tímabil. Segjum þrjú. Þetta er stórkostlegur fótboltamaður en hefur ekki verið nógu góður.“

Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Özil og Arsenal

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×