Keane stendur með leikmönnunum í launaumræðunni: „Kemur engum við hvað þú gerir við launin þín“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 12:30 Roy Keane. Vísir/getty Sjöfaldi enski meistarinn Roy Keane stendur með leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í launaumræðunni sem er ansi hávær þessa daganna á Englandi en knattspyrnumenn hafa verið gagnrýndir fyrir að taka ekki á sig veglega launalækkun vegna kórónuveirunnar. Æðstu menn Englands hafa meðal annars skotið föstum skotum í átt að leikmönnum enska boltans og beðið þá um að taka á sig veglega launalækkun en ansi fá lið hafa til þessa ráðist í einhverjar skerðingar. „Ég er ekki viss um hvernig ég hefði brugðist við þessu. Margir leikmenn hafa verið gagnrýndir en eins og ég lít á þetta núna þá myndi ég ekki taka á mig launalækkun ef ég væri í einu af stóru félögunum,“ sagði Keane við Sky Sports í morgun. "I wouldn't take a pay cut from any of the big clubs"Roy Keane believes players shouldn't feel pressure to take pay cuts from their wealthy clubs - and will use their money to help elsewhere Watch the #SkyFootballShow now on Sky Sports PL and Sky Sports News pic.twitter.com/5oAzOyEneE— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 24, 2020 „Það kemur engum við hvað þú gerir við launin þín. Ég held að leikmennirnir séu ekki undir pressu frá félögunum. Þeir hafa skrifað undir samninginn. Það er það sem skiptir máli. Hugyndin að allir leikmenn eiga að taka á sig launalækkun er rugl.“ „Ég er hissa á öllum þeim sem eru að hoppa á vagninn og gagnrýna leikmennina því þetta kemur þeim ekki við,“ sagði Keane grjótharður eins og vanalega. Hann liggur ekkert á skoðunum sínum og segir að þó að einhverjir leikmenn vilji full laun á þessum tímum segir það ekkert til um þeirra persónuleika. „Hjá stærri félögunum eru peningarnr til fyrir leikmennina. Ég held að það sé ósanngjarnt að eitt gangi yfir alla því þú ert til að mynda í búningsklefanum hjá Man. United með mismunandi persónuleika og allir geta haft sína skoðun. Þetta er undir leikmönnunum komið einstaklingslega. Sumir sem myndu þiggja full laun væru svo kannski besta fólkið á jörðinni. Ég myndi klárlega berjast með leikmönnunum.“ Enski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Sjöfaldi enski meistarinn Roy Keane stendur með leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í launaumræðunni sem er ansi hávær þessa daganna á Englandi en knattspyrnumenn hafa verið gagnrýndir fyrir að taka ekki á sig veglega launalækkun vegna kórónuveirunnar. Æðstu menn Englands hafa meðal annars skotið föstum skotum í átt að leikmönnum enska boltans og beðið þá um að taka á sig veglega launalækkun en ansi fá lið hafa til þessa ráðist í einhverjar skerðingar. „Ég er ekki viss um hvernig ég hefði brugðist við þessu. Margir leikmenn hafa verið gagnrýndir en eins og ég lít á þetta núna þá myndi ég ekki taka á mig launalækkun ef ég væri í einu af stóru félögunum,“ sagði Keane við Sky Sports í morgun. "I wouldn't take a pay cut from any of the big clubs"Roy Keane believes players shouldn't feel pressure to take pay cuts from their wealthy clubs - and will use their money to help elsewhere Watch the #SkyFootballShow now on Sky Sports PL and Sky Sports News pic.twitter.com/5oAzOyEneE— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 24, 2020 „Það kemur engum við hvað þú gerir við launin þín. Ég held að leikmennirnir séu ekki undir pressu frá félögunum. Þeir hafa skrifað undir samninginn. Það er það sem skiptir máli. Hugyndin að allir leikmenn eiga að taka á sig launalækkun er rugl.“ „Ég er hissa á öllum þeim sem eru að hoppa á vagninn og gagnrýna leikmennina því þetta kemur þeim ekki við,“ sagði Keane grjótharður eins og vanalega. Hann liggur ekkert á skoðunum sínum og segir að þó að einhverjir leikmenn vilji full laun á þessum tímum segir það ekkert til um þeirra persónuleika. „Hjá stærri félögunum eru peningarnr til fyrir leikmennina. Ég held að það sé ósanngjarnt að eitt gangi yfir alla því þú ert til að mynda í búningsklefanum hjá Man. United með mismunandi persónuleika og allir geta haft sína skoðun. Þetta er undir leikmönnunum komið einstaklingslega. Sumir sem myndu þiggja full laun væru svo kannski besta fólkið á jörðinni. Ég myndi klárlega berjast með leikmönnunum.“
Enski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira