Enski boltinn

Diawara og O´Brien skipta um félög

Diawara er genginn í raðir Portsmouth
Diawara er genginn í raðir Portsmouth NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Souleymane Diawara hjá Charlton var í dag sendur til Portsmouth í skiptum fyrir írska landsliðsmanninn Andy O´Brien. Hvorugur leikmaðurinn hefur náð að festa sig í sessi hjá félagi sínu til þessa og standa vonir manna til að vistaskiptin hjálpi þeim að hleypa lífi í ferilinn á ný.

Diawara var keyptur til Charlton frá franska liðinu Sochaux fyrir 3,7 milljónir punda í sumar en hefur ekki náð að festa sig í sessi í liðinu. Andy O´Brien var keyptur til Portsmouth frá Newcastle árið 2005 fyrir 2 milljónir punda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×