Enski boltinn

Portsmouth kaupir Traore

Harry Redknapp er iðinn á leikmannamarkaðnum
Harry Redknapp er iðinn á leikmannamarkaðnum NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth er duglegt á leikmannamarkaðnum þessa dagana og í morgun gekk það frá kaupum á Malímanninum Djimi Traore frá Charlton. Traore hefur ekki gert gott mót í veru sinni hjá Charlton en hann var áður hjá Liverpool. Kaupverðið er 1 milljón punda og hefur hann gert tveggja og hálfs árs samning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×