Erlent

Krefjast þess að Guantánamo-búðunum verði lokað

MYND/AP

Staðið verður fyrir mótmælum víða um heim í dag þar sem þess verður krafist að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa verði lokað. Það eru eru mannréttindasamtök víða um heim sem standa fyrir mótmælunum þar sem þess verður minnst að búðirnar hafa verið starfræktar í fimm ár.

Um 400 manns eru þar í haldi nú án þess að réttað hafi verið í máli þeirra og hafa reglulega borist fregnir af pyntingum á föngum. Hér á landi verður mótmælafundur klukkan 17 á Lækjartorgi á vegum Íslandsdeildar Amnesty International þar sem þess verður krafist að búðunum verði lokað og jafnframt farið fram á að ríkisstjórn Íslands og Alþingi fordæmi fangabúðirnar opinberlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×