Erlent

Hermenn sendir til höfuðs glæpaklíkum í Mexíkó

Herbílar á leið til Acapulco í gær.
Herbílar á leið til Acapulco í gær. MYND/AP

Yfirvöld í Mexíkó hafa skorið upp herör gegn glæpaklíkum í nokkrum héruðum landsins og hafa þess vegna sent þúsundir hermanna til héraðanna.

Um þúsund hermenn komu til héraðsins Guerrero í gær að beiðni yfirvalda þar og munu þeir hafa eftirlit á götum úti og leita í bílum að vopnum og fíkniefnum. Meðal bæja sem orðið hafa fyrir barðinu á glæpaklíkum er sumardvalastaðurinn Acapulco og hafa yfirvöld áhyggjur af að vaxandi glæpatíðni fæli burt ferðamenn.

Talið er að rekja megi dauða yfir tvö þúsund manna í Mexíkó í fyrra til átaka milli glæpaklíkna og fíkniefnabaróna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×