Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Samúel Karl Ólason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. apríl 2020 20:00 Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. Í gær var fjallað um umfangsmikil mál er varða skipulagða glæpastarfsemi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Á síðustu mánuðum hafa tólf verið settir í gæsluvarðhald, sem taldir eru tengjast erlendum glæpahópum, grunaðir um amfetamínframleiðslu og peningaþvætti. Hald var lagt á 13,5 lítra af amfetamínbasa. Hluti hópsins var handtekinn í janúar en lögreglan þurfti að sleppa tveimur úr haldi í byrjun apríl þrátt fyrir að rannsókn málsins sé enn í gangi og að fleiri hafi verið handteknir. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim. Sjá einnig: Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi „Flækjustig þeirra mála sem við erum með til rannsóknar er með þeim hætti að það er með engum hætti hægt fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem þarna eru sett,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með dæmi bæði frá þessu ári og síðasta þar sem við höfum neyðst til að sleppa mönnum úr haldi,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi þau áhrif að rannsókn málanna tekur lengri tíma. Í hvert skipti sem lögregla þarf að yfirheyra fólkið þurfi að finna það aftur. Fæstir séu samstarfsfúsir. „Að okkar mati eru þessi tímamörk ekki að endurspegla þær þarfir sem rannsóknirnar hafa á skipulagðri brotastarfsemi,” segir Karl Steinar og bætir við að lagaumhverfið sé tuttugu ára gamalt. „Þessi regla hún bara þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar. Lögregla hafi vaktið athygli dómsmálaráðherra á vandanum. Þá segir Karl Steinar að þó að lítið sem ekkert sé flutt inn af fíkniefnum í gegn um flugstöðina, nú á tímum kórónuveirunnar, sé enginn skortur sé á fíkniefnum í landinu. Þvert á móti sjái erlendir brotahópar sér nú leik á borði með framleiðslu hérlendis. „Við erum þegar að sjá það að brotahópar sem eru að horfa til þess núna hvernig þeir geti nýtt sér það ástand sem er nú er í gangi með til dæmis fyrirtæki sem standa illa , hvernig þeir geta þvættað sína peninga með því að kaupa sig inn í fyrirtækið eða taka yfir fyrirtækin sem standa illa og við teljum að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar. Hann segir alveg ljóst að nóg sé til af peningum í landinu. „Og brotahóparnir eru að finna leiðir hvernig þeir geta komið þeim í notkun,” segir Karl Steinar. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. Í gær var fjallað um umfangsmikil mál er varða skipulagða glæpastarfsemi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Á síðustu mánuðum hafa tólf verið settir í gæsluvarðhald, sem taldir eru tengjast erlendum glæpahópum, grunaðir um amfetamínframleiðslu og peningaþvætti. Hald var lagt á 13,5 lítra af amfetamínbasa. Hluti hópsins var handtekinn í janúar en lögreglan þurfti að sleppa tveimur úr haldi í byrjun apríl þrátt fyrir að rannsókn málsins sé enn í gangi og að fleiri hafi verið handteknir. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim. Sjá einnig: Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi „Flækjustig þeirra mála sem við erum með til rannsóknar er með þeim hætti að það er með engum hætti hægt fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem þarna eru sett,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með dæmi bæði frá þessu ári og síðasta þar sem við höfum neyðst til að sleppa mönnum úr haldi,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi þau áhrif að rannsókn málanna tekur lengri tíma. Í hvert skipti sem lögregla þarf að yfirheyra fólkið þurfi að finna það aftur. Fæstir séu samstarfsfúsir. „Að okkar mati eru þessi tímamörk ekki að endurspegla þær þarfir sem rannsóknirnar hafa á skipulagðri brotastarfsemi,” segir Karl Steinar og bætir við að lagaumhverfið sé tuttugu ára gamalt. „Þessi regla hún bara þekkist ekki á Norðurlöndunum,“ segir Karl Steinar. Lögregla hafi vaktið athygli dómsmálaráðherra á vandanum. Þá segir Karl Steinar að þó að lítið sem ekkert sé flutt inn af fíkniefnum í gegn um flugstöðina, nú á tímum kórónuveirunnar, sé enginn skortur sé á fíkniefnum í landinu. Þvert á móti sjái erlendir brotahópar sér nú leik á borði með framleiðslu hérlendis. „Við erum þegar að sjá það að brotahópar sem eru að horfa til þess núna hvernig þeir geti nýtt sér það ástand sem er nú er í gangi með til dæmis fyrirtæki sem standa illa , hvernig þeir geta þvættað sína peninga með því að kaupa sig inn í fyrirtækið eða taka yfir fyrirtækin sem standa illa og við teljum að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar. Hann segir alveg ljóst að nóg sé til af peningum í landinu. „Og brotahóparnir eru að finna leiðir hvernig þeir geta komið þeim í notkun,” segir Karl Steinar.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira