Mun milliríkjadeila koma í veg fyrir sölu Newcastle United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 18:30 Reikna má með að Sports Direct skiltið á heimavelli Newcastle fái að fjúka ef félagið fær nýja eigendur. EPA-EFE/NIGEL RODDIS Milliríkjadeila í Miðausturlöndum gæti komið í veg fyrir mögulega yfirtöku krónprins Sádi-Arabíu á Newcastle United samkvæmt The Guardian. Eins og hefur komið fram hér á Vísi þá stefnir í að konungsfjölskylda Sádi-Arabíu verði eigendur enska knattspyrnufélagsins Newcastle United á komandi vikum. Myndi fjölskyldan kaupa 80 prósent hlut í félaginu á tombóluverði, svona ef miðað er við aðrar eignir fjölskyldunnar. Katarska sjónvarpsstöðin BeIN Sports hefur nú krafist þess að enska úrvalsdeildin skerist inn í og komi í veg fyrir yfirtöku fjölskyldunnar. Ástæðan er sú að Sádar bera ábyrgð á ólöglegri dreifingu ensku knattspyrnunnar um heim allan. Þannig ógni Sádar tekjum beIN Sports og öðrum dreifingaraðilum sem eiga útsendingarrétt af enska boltanum. Samkvæmt heimildum The Guardian þá hafa forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar, ásamt rétthöfum og yfirvöldum ríkja í Miðausturlöndum, hvatt Arabsat – Sádi-Arabískt útsendingafyrirtæki – til að leggja niður starfsemi sína. Fyrirtækið sýnir ólöglega útsendingar á íþróttaviðburðum sem þeir eiga ekki höfundarétt á. Arabsat byrjaði að streyma leikjum og öðru efni ólöglega árið 2017 og sama ár hófust deilur á milli Sádi-Arabíu og Katar. Alls hefur enska úrvalsdeildin rætt við níu lögfræðistofur í Sádi-Arabíu en engin þeirra vill taka þátt í málaferlum gegn Arabsat. Litlar sem engar líkur eru á því að enska úrvalsdeildin muni koma í veg fyrir yfirtökuna en hún samþykkti til að mynda sölu Sheffield United í hendur Sádi-Arabísks prins á síðasta ári. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Milliríkjadeila í Miðausturlöndum gæti komið í veg fyrir mögulega yfirtöku krónprins Sádi-Arabíu á Newcastle United samkvæmt The Guardian. Eins og hefur komið fram hér á Vísi þá stefnir í að konungsfjölskylda Sádi-Arabíu verði eigendur enska knattspyrnufélagsins Newcastle United á komandi vikum. Myndi fjölskyldan kaupa 80 prósent hlut í félaginu á tombóluverði, svona ef miðað er við aðrar eignir fjölskyldunnar. Katarska sjónvarpsstöðin BeIN Sports hefur nú krafist þess að enska úrvalsdeildin skerist inn í og komi í veg fyrir yfirtöku fjölskyldunnar. Ástæðan er sú að Sádar bera ábyrgð á ólöglegri dreifingu ensku knattspyrnunnar um heim allan. Þannig ógni Sádar tekjum beIN Sports og öðrum dreifingaraðilum sem eiga útsendingarrétt af enska boltanum. Samkvæmt heimildum The Guardian þá hafa forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar, ásamt rétthöfum og yfirvöldum ríkja í Miðausturlöndum, hvatt Arabsat – Sádi-Arabískt útsendingafyrirtæki – til að leggja niður starfsemi sína. Fyrirtækið sýnir ólöglega útsendingar á íþróttaviðburðum sem þeir eiga ekki höfundarétt á. Arabsat byrjaði að streyma leikjum og öðru efni ólöglega árið 2017 og sama ár hófust deilur á milli Sádi-Arabíu og Katar. Alls hefur enska úrvalsdeildin rætt við níu lögfræðistofur í Sádi-Arabíu en engin þeirra vill taka þátt í málaferlum gegn Arabsat. Litlar sem engar líkur eru á því að enska úrvalsdeildin muni koma í veg fyrir yfirtökuna en hún samþykkti til að mynda sölu Sheffield United í hendur Sádi-Arabísks prins á síðasta ári.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira