Hafa áhyggur af dularfullri blóðstorknun vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 21:55 Læknir fyrir utan Mount Sinai sjúkrahúsið í New York. EPA/Peter Foley Bandarískir læknar hafa áhyggjur af því að blóðtappar sem tengjast Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafi dregið fjölda sjúklinga til dauða að undanförnu. Þeir segja útlit fyrir að sjúkdómurinn ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig á nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðtappar geta myndast í sjúklingum sem eru mjög veikir og liggja kyrrir til lengri tíma, til dæmis í öndunarvél. Læknar segja þó að í þeim tilfellum sem um ræðir myndist hún snemma og í beinum tengslum við veiruna. Samtök lækna hafa vakið athygli á því að mögulega sé réttast að gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó viðkomandi sýni enn ekki merki blóðstorknunar. Samkvæmt frétt Reuters eru einhver sjúkrahús þegar byrjuð á því, meðal annars á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York borg. Þar fóru læknar að sjá ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum mismunandi sjúklinga. Öndunarfærasérfræðingar tóku eftir því í lungum, nýrnalæknar í nýrum og svo framvegis. Allt að 40 prósent með blóðstorknun Blaðamenn Washington Post hafa sömuleiðis rætt við lækna í Atlanta sem hafa tekið eftir óeðlilegri blóðstorknun í sjúklingum með Covid-19. Þar hafa allt að 40 prósent sjúklinga greinst með blóðstorknun. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post segir lækna eiga við blóðtappamyndun á hverju ári í margskonar tilfellum. Blóðið storkni þó ekki þá, eins og það virðist gera vegna Covid-19. „Vandamálið er að við vitum að það er storknun en við skiljum ekki enn af hverju hún er. Við vitum það ekki. Þess vegna erum við hrædd,“ sagði Lewis Kaplan. Þrátt fyrir að fólk sé sett á blóðþynningarlyf hafa blóðtappar verið að myndast. Blóðtappar stífla æðaleggi Í Atlanta hafa læknar tekið eftir því að fyrst urður fætur sjúklinga bláir og þeir bólgnuðu. Því næst stífluðust æðaleggir vegna blóðskimunar. Þegar kom að krufningum sjúklinga bjuggust læknar við ummerkjum lungnabólgu en fundu þess í stað mikinn fjölda smárra blóðtappa. Samkvæmt Washington Post hafa læknar víða um Bandaríkin rætt þessa blóðstorknun sín á milli og deilt kenningum. Enn liggur þó ekki fyrir af hverju blóð sjúklinga storknar. Þá telja læknar mögulegt að blóðtappar útskýri stóran hluta dauðsfalla þar sem fólk hefur dáið óvænt heima hjá sér. Læknir sem Reuters ræddi við sagðist hafa sinnt 32 sjúklingum í fyrri hluta mars, sem hafi fengið slag vegna blóðtappa í heila. Það sé tvöfalt meira en venjulega og þar á meðal hafi verið fimm sjúklingar sem voru yngri en 49. Sá yngsti var 31. „Sem er galið. Mjög, mjög óvenjulegt,“ sagði heilaskurðlæknirinn J. Mocco. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Bandarískir læknar hafa áhyggjur af því að blóðtappar sem tengjast Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafi dregið fjölda sjúklinga til dauða að undanförnu. Þeir segja útlit fyrir að sjúkdómurinn ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig á nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðtappar geta myndast í sjúklingum sem eru mjög veikir og liggja kyrrir til lengri tíma, til dæmis í öndunarvél. Læknar segja þó að í þeim tilfellum sem um ræðir myndist hún snemma og í beinum tengslum við veiruna. Samtök lækna hafa vakið athygli á því að mögulega sé réttast að gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó viðkomandi sýni enn ekki merki blóðstorknunar. Samkvæmt frétt Reuters eru einhver sjúkrahús þegar byrjuð á því, meðal annars á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York borg. Þar fóru læknar að sjá ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum mismunandi sjúklinga. Öndunarfærasérfræðingar tóku eftir því í lungum, nýrnalæknar í nýrum og svo framvegis. Allt að 40 prósent með blóðstorknun Blaðamenn Washington Post hafa sömuleiðis rætt við lækna í Atlanta sem hafa tekið eftir óeðlilegri blóðstorknun í sjúklingum með Covid-19. Þar hafa allt að 40 prósent sjúklinga greinst með blóðstorknun. Einn sérfræðingur sem ræddi við Washington Post segir lækna eiga við blóðtappamyndun á hverju ári í margskonar tilfellum. Blóðið storkni þó ekki þá, eins og það virðist gera vegna Covid-19. „Vandamálið er að við vitum að það er storknun en við skiljum ekki enn af hverju hún er. Við vitum það ekki. Þess vegna erum við hrædd,“ sagði Lewis Kaplan. Þrátt fyrir að fólk sé sett á blóðþynningarlyf hafa blóðtappar verið að myndast. Blóðtappar stífla æðaleggi Í Atlanta hafa læknar tekið eftir því að fyrst urður fætur sjúklinga bláir og þeir bólgnuðu. Því næst stífluðust æðaleggir vegna blóðskimunar. Þegar kom að krufningum sjúklinga bjuggust læknar við ummerkjum lungnabólgu en fundu þess í stað mikinn fjölda smárra blóðtappa. Samkvæmt Washington Post hafa læknar víða um Bandaríkin rætt þessa blóðstorknun sín á milli og deilt kenningum. Enn liggur þó ekki fyrir af hverju blóð sjúklinga storknar. Þá telja læknar mögulegt að blóðtappar útskýri stóran hluta dauðsfalla þar sem fólk hefur dáið óvænt heima hjá sér. Læknir sem Reuters ræddi við sagðist hafa sinnt 32 sjúklingum í fyrri hluta mars, sem hafi fengið slag vegna blóðtappa í heila. Það sé tvöfalt meira en venjulega og þar á meðal hafi verið fimm sjúklingar sem voru yngri en 49. Sá yngsti var 31. „Sem er galið. Mjög, mjög óvenjulegt,“ sagði heilaskurðlæknirinn J. Mocco.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira